föstudagur, maí 20, 2005

ÖSS...

Það er fimmtudagskvöld og helgin svífur um loftið að Þórsgötu 29. Mekong matur var fyrir valinu hjá húsmóðurinni og eftirvænting krakkanna í húsinu mikil, enda Júróvisjon kvöld og bara þrjú lög í Selmu.

Hún stígur á svið í sínu fínasta pússi, sem minnti einna helst á Alladín myndirnar, en liðið á Þórsgötunni kippti sér ekkert upp við það, þetta hlýtur að vera tíska. Selma tekur lagið svona líka flott og eru nú búmenn ansi bjartsýnir á úrslitin. Loksins kemur að stóru stundinni, nöfn hinna og þessa landa koma upp úr hattinum, danir og nojararnir komnir áfram. Jess, Norðurlanda-þjóðirnar eru að taka þetta. En aldrei kemur Ísland og eftirvæntingin því enn meiri þegar við fullvissum okkur um að þetta verði bara skemmtilega dramatískt. Ísland veruður pottþétt lesið síðast og það gerir sigurinn bara enn sætari.

En Moldavía stal senunni og sætinu okkar og heimilishaldið að Þórsgötu 29 var lamað næstu klukkutímana. Ekkert Júróvisjon-pa-pa-partý??

á dauða mínum átti ég von... en ekki þessu. Nakk hvað þetta er gott á okkur og alla þá sem keyptu sér grill og sjónvarp í þeirri trú að þau fengju það endurgreitt. Haha.

Núna fer ég bara að tralla vi er röde, vi er vide og vona að þeir rauðklæddu taki þetta með hárkollurnar. Mér finnst þetta svo fyndið að það hálfa væri hellingur. Gott á okkur. Gott á okkur.

Sjáumst í senjórítu-fíling a la Fjölnir í kvöld.

Glamúr-peyjar og glys-gellur, hafið það gott

2 ummæli:

Erla Ósk sagði...

Ja, eg atti bara ekki ord ad vid komumst ekki afram. Eg sem var buin ad komast ad thvi ad eg hefdi getad horft a Eurovision a netinu! En, thad er natturulega ekki eins skemmtilegt og ad vera i eurovision partyi a Islandi;) Better luck next time!

Aetla ad fara ad koma mer til Stillwater... grill, bjor og pottur i kvold! -Og ekki nema TAEP vika i heimkomu! Jibby!!!

Nafnlaus sagði...

Það er staðfest af hverju Ísland komst ekki áfram úr undankeppninni!! Selma er sennilega með ljótustu hné sem ég hef á ævi minni séð:)