fimmtudagur, maí 19, 2005

Gleðiðlega Júróvisjon Forkeppni!!

þá er komið að dómsdegi Selmu og If I had your love og spurning hvort hin upphaflega Solla Stirða eignist þessa umtöluðu ást annarra Evrópuþjóða, því að við getum jú ekki kosið okkur sjálf (sem er nottla bara svindl!!)

Mikil umræða hefur sprottið um gildi og ágæti þessa lags hérna í höfuðstöðvum Vísis hf (skemmtilegasta útgerðar-fyrirtækið á landinu..) og eru menn á báðum áttum með það hvernig því eigi eftir að ganga. Magga raunsæiskona með meiru á ekki orð yfir hugmyndaleysi Þorvaldar Bjarna og vill helst sjá frumkvöðul eins og Múgison fyrir okkar hönd mundandi gítarinn eins og hann gerir bezt. Sjálf hef ég aldrei verið neitt mikið fyrir breytingar og fyndist bara allt í lagi að senda bara sama lag aftur og aftur, kannski skipta um tungumál, það myndi ekki nokkur maður fatta það.

Ég er viss um að Selma sjarmi steli senunni (og hvað eru mörg ess í því??) en vinnur hún? Nei, er það ekki "pushing it" eins og maður segir á góðri íslensku. Er samt viss um að maður eigi eftir að spennast allur upp og verða geðveikt bjartsýnn þegar við fáum okkar fyrstu stig, en svo hrynur þetta allt saman eins og venjulega þegar lið eins og Litháen og Pólland steingleyma okkur... helv pólitík

Þrátt fyrir skiptar skoðanir á þessu lagi þá ætla ég að leyfa mér að vera bjartsýnismanneskjan sem mamma kenndi mér að vera og spá laginu áframhaldandi veru í Júróvisión. Komumst sumsé áfram í kvöld, en gætum dottið út á næsta ári.

Vona að smá Júróvisjón pælingar komi þér kæri lesandi í gírinn í kvöld, kick up your heals, pantaðu Mamma Míu Pizzu, kauptu kók og misstu þig aðeins

-þetta er nú einu sinni Júróvisjón

6 ummæli:

Magga Stina Rokk sagði...

Já hvernig væri að leyfa sér pizzu??!!! -svona í 10 skiptið í vikunni!!!

En jú jú verum bjartsýn, eigum einmitt heimsmet í Eurovisionbjarstýni, sem er annars bara gott!

4 s í því!!

Lafan sagði...

haha...

ég segi nú bara eins og mamma hennar ingibjargar, maður étur bara hérna megin...

annars notar maður bara sleipiefni til að komast í gallabuxurnar hahahaha

Nafnlaus sagði...

hehe. Einmitt. En já ég styð þessa uppástungu. Sjálf held ég svei mér þá að ég eyði kvöldinu á Jörfabakkanum í kvöld með familíunni minni. Þýðir ekkert annað. Því svo á laugardaginn verður maður í einhverju partýi úti í bæ.

En það er um að gera að hafa bara gaman að þessu öllu saman. En hey stelpur.. kunnið þið ekki einhvern drykkujúróvisíonleik, sem hægt er að vera í til dæmis á laugardaginn? ;)

Kveðja frá Bjöggunni sem bíður eftir símtali sem hún vill ALLS ekki fá.

pís át ;)

Lafan sagði...

í hvert skipti sem ísland fær stig= einn sopi

og ef það eru fleiri en eitt stig í einu eins og t.d. þrjú stig= 3 sopar

svo er líka hægt að drekka í hvert skipti sem maður sér íslenska fánann eða selmu...

Nafnlaus sagði...

...hvenær fæ ÉG verðaunin?.. Það er staðfest að ég ætla að vera með rör úr bjórkútnum mínum, þá þarf ég bara að taka einn sopa þannig séð og þarf aldrei neina ástæðu!! hætti bara þegar ég er búinn með þessa 30 lítra!!

Lafan sagði...

piff.... þetta er allt í kjaftinum á þér, segist alltaf ætla að taka á því en endar alltaf heima edrú kl4!!

hehe