miðvikudagur, maí 25, 2005

Ferðir til fjár??

eins og fjölmargir aðrir Íslendingar þykir okkur gaman að ræða um sjálfa okkur og velta okkur upp úr hinu og þessu sem tengist manni sjálfum á einn eða annan hátt. Í dag varð mér hugsað til allra þeirra staða sem ég hef ferðast til og eytt misjöfnum tíma á, and there you go:

-fyrsta ferðalagið var Sverige 1985 að mig minnir sem skýrir kannski áhuga minn á öllu sem þaðan kemur... þröngar gallabuxur og v-hálsmál karla
-síðan var förinni heitið til Englands árið 1987 þar sem við stöldruðum í eitt og hálft ár, þar lærði ég að tala fyrir hönd okkar systranna (my name is ólöf and she is margrét)
-eftir það var dálítill tími í næstu ferð, eða Mallorca 1991 með fjölskyldunni og Skara bró svo til nýjum, þar lærði ég á mátt sólarinnar og varð háð þeirri löngun að verða brún
-1993 var svo förinni heitið aftur til Mallorca, en í þetta skipti með saumaklúbbnum hennar mömmu og þar kenndi Palli frændi mér að stela ísum í tonnatali
-næsta ferð átti eftir að vera eftirminnileg, en árið 1997 fórum við fjölskyldan í ógleymanlega ferð til Portúgal, með summer of ´69 í eyrunum og strákana á eftir okkur... nakk hvað var gaman hjá Pétursdætrum þá!
-árið 1998 fór svo fótboltaliðið okkar hjá Grindavík í mekkaferð til Benidorm, fótbolti, sól, sandur og svo skemmtilegasta ess-ið, strákar!!
-svo var komið að tímamótum hjá mér og öðrum skiptinemum, en ég fór sem skiptinemi árið 1998 til Ekvador í heilt ár og lærdóminn sem ég dró þaðan er enn að nýtast mér, ekki halda á dúfu með berum höndum lengur en í svona 20 mín... endar ekki vel!!
-2000 var svo fyrsta ferðin mín án foreldra þar sem ég ákvað að fara til Spánar á mánudegi og fór á miðvikudegi... gaman!! þar lærði ég að ég er drullugóð í brúnkukeppni og tek alla sem skrora á mig...
-haust 2001 fór ég í enskuferð til Dublin og tók MSR með, hún fór á kostum að segja sögur af hrakförum systur sinni og eins og alltaf kom það flatt upp á hana því hún var svo tekin upp í river-dans á 500 manna skemmtun, hahaha
-jólunum 2001 var svo eytt á sólskinseyjunni Kanarí í rigningu og góðra manna hópi, þar lærði ég að maður má ekki vera í bikinítopp inni í golfklúbbum, hvað er það??
-2002 önnur svipuð ferð til Spánar þar sem rómantík réði ríkjum og frönskukunnátta var víst minni en tungumálagúrúið hélt... önd eða vaffla: poteito potato
-2003 fór ég svo á vit ævintýranna til kolbrjálaðra kana í Minnesota og stundaði nám við háskóla þar, komst að því hvað keg-stand er og það má ekki nokkurn skapaðan hlut í þessu landi, allir að passa sig!
-sumrinu 2004 var að mestu eytt í borg víkinganna sem kenna sig við Grindur, að einni helgi undantalinni og það er engin önnur en Englandsferð okkar vinkvennanna til London í pent-house íbúð Tjallans, ohhhh hvað það var gaman. Vissi ekkki að breskir karlmenn svitnuðu svona mikið á milli herðablaðanna, lærði sem sagt inn á alls kyns svita-staði og finnst gaman að spá í því hvar fólk svitnar mest
-mars 2005 skelltum við Grísklúbbasystur okkur til Denmark að hitta Báru Beib og villast í lestum. Vááá hvað ég hló mikið á lestarstöðinni þegar við vissum ekki að við ættum að kaupa miða í sæti líka og þurftum að húma í barnalandinu!!
-viku eftir heimkomu frá DK skellti ég mér svo til USA með Kristjáni frænda að hitta Erlu, hitti rútubílstjórann með meiru og brosti samfleytt í 6 daga, helduru að það sé eðlilegt??
-apríl 2005 fór ég svo til Ipswich í Englandi ásamt hele familíen að sjá Skara bró vera tekinn formlega inn í félagið, ekki í síðasta skipti sem ég kem þangað:)

næst er förinni heitið til Mexíkó þar sem Lafan á nú eitthvað eftir að spóka sig á bikiníiu og fæla nærstadda í burtu... úúú hlakka bara til

jæja vona að þetta gefi ykkur smá innsýn inn í ferðaþrá mína og skiljið það að hún er hvergi nærri búin, held líka að ég hafi gleymt einhverri ferð -er að verða svo gömul:)


farin að kaupa mér PESOS fyrir MEXÍKÓ!!

5 ummæli:

Magga Stina Rokk sagði...

oj...

Lafan sagði...

oj þér :)

Magga Stina Rokk sagði...

ætla að jafna fjöldann þinn á þessu ári..
er einum eða tveim ferðum á eftir þér..
eftir mexico ætla ég á hróaskeldu og svo í heimókn til ykkar í haust.. svo ef ég á einhvern pening eftir joina ég þig í´jóla og áramótaferð til Ecvacor

Nafnlaus sagði...

Þú ert að gleyma ferðinni okkar til Svíaríkis þar sem við mættum suprise í útskrift Stjána frænda ... Öll pálmatrén, strákarnir, v-hálsmálin og síðast en ekki síst sænska munntópakið (hehe)

Lafan sagði...

jiiiiiiii ágústa, ertu að meina þetta... ég gleymdi aðalferðinni!!!

-hún var farin í fyrrasumar, ákveðið að fara á fimmtudegi og farið á föstudegi!!

takk fyrir það gústa flórída-fari, leiðrétting birtist í pistli fimmtudagsins 26 maí

pís át