föstudagur, maí 27, 2005

Þvílíkur fáráður!!

lenti í tvennu fáránlegu í gær

Í fyrsta lagi náði ég að tvöfalda á mér hægri ökklann, ekki með áti... neeeei, heldur var ég á skotæfingu í gær og fékk svona líka skemmtilegan först-töts bolta og ætlaði svoleiðis að hamra boltann í netið og sýna Gaua og Þresti að það er fokkin kjeeeftæði að hafa mig í vörninni og setja hann sláin-inn... en auðvitað náði æsingurinn að fara með mig og ég bombaði svoleiðis í jörðina að ég held að ég hafi ollið skriðufalli í Esjunni og Lafan bara þeink jú verí plís geim óver.

Í öðru lagi var ég á leiðinni heim á brautinni á bimmanum hennar mömmu, með Boyz Rock og the way you move í hvínandi botni á öðru hundraðinu þegar bílinn sem ég tók fram úr byrjaði að flauta, blikka og láta öllum illum látum. Hvað er að þessum hugsaði ég, og hélt mína leið, ennþá á 125. Svo fór ég framhjá öðrum bílnum og hann gerði nákvæmlega það sama, nema gekk aðeins lengra og fór eitthvað að taka við mig með höndunum. Jiiiii það er bara reynt við mann sveittan eftir æfingu hugsaði ég og hélt mínu striki. Stuttu seinna þrumaði ég niður á bremsuna og sá lögguna vera að taka einn fyrir of hraðan akstur... ég var þá bara ekkert sæt, þetta voru bara samviskusamir samverjar að forða mér frá fimmtánþúsundkalli. Takk fyrir það!!

en í morgun lenti kana-gengið og verður Ísland án efa selt í alla staða á næstu dögum, þurfti samt að borga gjald fyrir að fá að leggja á flugvellingum sem er bull-shittttt....

anyways, farin að vinna. How do you like Iceland??

7 ummæli:

Magga Stina Rokk sagði...

askotinnn....
arrrrg afhverju lendi ég aldrei í þessu.. hangi á síðasta púnktinum og fæ meltingatruflanir við að sitja undir stýri af stressi!
Löggan þarf ekki annað en að púlla mig óver og sjá að ég á ekki ökuskýrteini til að taka af mér lyklana!!

össs

En eins og ég hef sagt óheppni (öklinn) borgar mig með heppni (löggan) seinna!
Ég er að bíða eftir að vinna í lóttóinu, gup veit að ég á það skilið!!!

Nafnlaus sagði...

hahaha ég sé þig alveg í anda á brautinni.. Brosandi út að eyrum og hugsa hvað þeim finnst þú sæt... Þú ert alveg milljón

Nafnlaus sagði...

Löppin bólgin og 5kg þyngri fyrir vikið, kemur það ekki bara niður á bensíngjöfinni. (annars þetta með pistilinn um þína út-þrá til útlanda, þá eru allir Grindvíkingar velkomnir að gista hjá okkur frítt, ef þeir eiga leið til NZ. Besti tíminn des til mars hitinn min 25°c í öðrum mán 14-19°c en það verða allir að koma með Bernessósu með sér, hún er ekki til á landakortinu hérna í NZ)

Nafnlaus sagði...

hahaha átt þú ekki að kallast góð í fótbolta;) og ólöf þegar maður er stopaður af lögguni þá á maður að daðra og act blond!!! sem er ekki miki erfit fyrir þig :) trúðu mér það virkar hehehe en se you to night at dinner

Nafnlaus sagði...

Helú ég þekki þig sko ekkert datt inná þig frá síðunni hennar Rós sem ég datt inná í gegnum síðuna hennar Önnu Rúni....ern ég sko heiti líka Ólöf og er líka kölluð Lava nema með V....fyndið...langaði að deila því með þér því það er ekkert sjálfgefið að láta sér detta það í hug þegar maður heitir olöf að kalla sig lava :)
skemmtilegt
www.blog.central.is/lava

kv Lava:)

Lafan sagði...

maggz: sko þegar þú vinnur þarna í lottóinu, mundu þá hverjir voru vinir þínir í peningaleydinu á meðan:)

rakel: jiiiiiii þú ert fyndust í heimi, takk fyrir skemmtilegt kvöld hon..

baddi: hehe góð útskýring, það var þá bara ökklanum að kenna!! gæfi allt til að koma í fría gistingu í nz!!

bjögga: hehe nota það næst, til hamingju nýstúdent!!

laVa: jiii gaman að þessu, þetta er sko töffara nafn dauðans og við skulum sko vinna að því að fá tilvonandi kynslóðir að innleiða gælunafnið LAFA/LAVA fyrir næst ólafar íslands!!

Nafnlaus sagði...

Hey ert þú ekki í háskóla ha þarna stenur bögga ekki bjögga og svona by the way þá er ég ekki nýstúdent stúdent!!! eða bara stútent yfir höfuð óþarfi að röbba því inn:)