miðvikudagur, maí 18, 2005

-yo

mikil og skemmtileg helgi að baki og ekki laust við að manni hlakki barasta til næstu helgar... þar sem eðalljónið Lóa er jú að fara að útskrifast sem stúdent eftir langa og harða baráttu við frönskuna :) til lukku með það pjása
-og ekki gleyma evróvosjon þar sem M.S.R er alveg hundviss um það að við komumst ekkert áfram, þetta lag er svo mikil klisja... sama hvað tautar og raular þá ætla ég að kjósa norska lagið, þar sem það algjör snilld og fær mann til að vilja hafa verið uppi sem unglingslamb á áttunda áratugnum

en svo við víkjum nú aðeins að síðustu helgi þá gerðist margt og mikið, bæði gott og slæmt og heitt og kalt, en það sem stóð nú upp úr var án efa prófalok og stelpurnar í spænskunni (þið eruð algjör eðall!!), hengdi kettlinga-jakkinn var alveg magnaður og svo toppaði ég helgina með einu fyndasta kvöldi mínu í heimi á Amsterdam ásamt elítu-Reykjavíkur... hahaha

og Magga og Ingibjörg takk fyrir Ítalíu dinnerinn og hlátursköstin þegar við ímynduðum okuur ákveðinn atburð fyrir utan Hverfis með eina höndina á rimlunum og hina á hálsinum...

Farin að finna milljónirnar sem ég var að týna á einkabankanum

you know Vala Flosa??

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey beib
Ég verð að kommenta á Norska lagið. Var að heyra það bara í fyrsta skipti í dag. Og er sammála því að það er snilld. Ísland þarf að passa sig á frændum sínum þetta árið. Úff!!

Og ég er viss um að við komumst upp úr forkeppninni og spái ég hér með Selmu í 7 sæti í keppninni 21. maí næstkomandi :D

Pís át.
Bjögga

Magga Stina Rokk sagði...

Ok ég spái EF við komumst áfram (sem er einmitt alls ekki víst)
12.-17.sæti!
En mun samt vera í íslenska fánanum að klappa ísland áfram!!
Annars held ég með landinu sem þorir að senda frá sér eitthvað nýtt!! eitthvað sem maður er ekki fyrirfram búin að fá ógeð af!
Við erum búin að senda Selmu áður og með nánast sama lag.. nennum við???

Nafnlaus sagði...

takk fyrir síst....

Nafnlaus sagði...

íslendingar eru LéLEGIR í thessari keppni eiga aldrei eftir ad ná lengara en sigga og grétar hérna um árid elska alltaf thegar fólk fer ad setja í sæti og segja svo alltaf "allir vedbankar segja ad vid verdum ofarlega" gaman ad thessu.

Lafan sagði...

bjögga: játs, nojara fíbblin taka þetta í ár;)
magga: það má nú samt alveg missa sig í bjartsýninni í júróvosjon, ehaggi??
koppur: sömuleiss... fiskaðiru eitthvað??
bára:sjá möggu-svarið :)

Nafnlaus sagði...

Við vinnum þessa #"%#$% 3!"#$%%$& $#&% $#&#$& %%%&3%&% $&&% eurovision keppni í ár, ef ekki þá vinnur Sviss.