mánudagur, maí 02, 2005

Óskar er nú tiltölulega heill miðað við að eiga svona systur...

Það sem kemur ekki fyrir mann... Útlandaævintýrið okkar í fjölskyldunni gekk eins og í sögu og má með sanni segja að allir þeir sem einhverntímann hafa kennt okkur við Brady-böntsið hefðu átt að sjá endalausu hamingjuna og taumlausu gleðina þegar allir meðlimir fjölskyldunnar voru mættir saman í fyrsta sinn síðan á jólunum...

-Ferðalagið byrjaði nú ekki vel, Lafan yfirsigstressuð hóaði öllum út í bíl, gjörsamlega búin að tapa gleðinni fyrir fullt og allt vegna offitu og fatahallæri, röflaði alla leiðina hvað hún væri nú orðin feit og ætti ekkert til að vera í. Fórum öll nett pirruð á Langbest í Keflavík (keflavik nota bene...) fengum okkur vonda pizzu og djúpsteiktan fisk. Flugið var klukkan 15:50 og klukkan tvö var undirrituð við það að fá hjartaslag og grátbað systkyni mín að koma sér upp á flugvöll, mér til mikillar furðu var svo klukkutíma seinkun og þarafleiðandi þurftum við að hanga uppá velli í góða tvo til þrjá tíma. Sorry gæs.

-Við komuna í London beið okkar svo Ipswitch rúta og við tvibbarnir urðum nottla að troða okkur frammí, bara af því að rútan var svo fyndin... Svo var það bara pilli og farið í háttinn. Fyndnast í heimi var samt um morguninn þegar brunakerfið fór af stað inná hóteli, við Magga vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið, héldum að við hefðum kannski hækkað aðeins og mikið í ofnunum og okkar bjalla hefði bara farið í gang. Ég, eins tillitssöm og ég er byrjaði nottla á því að henda kodda yfir reykskynjarann svo að allir myndu nú ekki vakna, Magga opnaði glugga og byrjaði að lofta út. Við hefðum verið góðar í eldsvoða...

-Svo sóttum við Erlu perlu sem hafði reiknað út með ársfyrirvara hvernig besta leiðin til Ipswitch væri frá Minneapolis, eins og alltaf kom hún út í plús og mætti tíu mínútum á undan okkur hinum... Svo voru bara endalausir endurfundir endurfyrirlöngu (nei djók), við systurnar skelltum okkur út á lífið, fórum í danskeppni sem endaði með því að ég skráði Möggustínurokk á hipp-hopp námskeið fyrir byrjendur í betrunarhúsinu, Lafan fékk "cheers" frá random gaurum og Erla sýndi það og sannaði að hún kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að þamba bjór, það skal svo tekið fram að við ameríkíkusystur rústuðum danskeppninni "stjórnun með Löfunni í London"

-Sáum svo æfingasvæði þar sem Ipswitch æfir, fórum á leik og okkur leið eins og footballers wifes í dágóðan tíma... Gæti alveg vanist þessu:) Svo var það bara dinner, dans og drinks það sem eftir lifði kvölds með öllu tilheyrandi. Vaknaði svo nettur á sunnudagsmorgninum, enda 22 stiga hiti og sól sem þýðir aðeins eitt hjá J-lo, sólbaðstími!! Náði mér í smá lit, enda var einbeitningin í lagi og lítið um truflanir.

-Núna er samt mánudagur, kom heim í gær og lærði fyrir prófið í morgun. Alveg með eindæmum hvað mánudagar eru nú leiðinlegir, goddemitt. Prófið gekk lala, en ég held að ég hafi nú alveg náð, sem er jú fyrir öllu. Farin að læra meira og kannski skalla veggi ef það verður til þess að það rýmkast eitthvað hérna uppi.

Finished? No icelandic!

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahaha Erla gat meira að segja reiknað út hvar hún gat fundið draumacameruna mína sem ég sá á Íslandi, þarna sem næst henni í vinnunni útí minnesota..
fann hana í sama building og hún vinnur í!! Hooooowwww????

Svo voru mjaðmahnikkirnir mínir víst flottir!!
Ég myndi samt rústa ykkur í danskeppni á Aranum eða Prikinu!!
Þar er mér sko ekki strítt!!

Nafnlaus sagði...

ég veit það, hún getur örugglega reiknað út klukkan hvað ég byrja á túr í næstu viku...

hvað danskeppnina varðar þá er ég ennþá að ná uppí nefið á mér (og það er sko ekki stórt...) með það hversu léleg þú varst í mjaðmahnykkjunum!! ég skora á þig í birgittudansa á ara, ef ég er jafnléleg og þú þá afskrái ég þig á námskeiðinu,

díll?

Nafnlaus sagði...

Vissi það að það yrði sko gaman þegar öll Efstahrauns 32 fjölskyldan er samankomin....hvað ætli englendigarnir hafi haldið eþgar þið voruð öll þarna saman komin...eins gott að Óskar var búinn að skrifa undir ....hahahahaha.

Þannig að Erla er búin að hita sig upp í bjórþambið við Erlu og Gunnu og svo verð ég í gamla starfinu að koma öllum heim og halda utan um hópinn...einhver þarf þess nú !!

Erla Ósk sagði...

Elskurnar minar, takk fyrir sidast! Skipulagshaefileikar minir leyna ser vist ekki, enda laerdi eg tha hja Agustu nokkurri Oskarsdottur sem tokst ad ala upp 4 vitleysinga storslysalaust. En kannski aetti eg ekkert ad vera ad haela mer um of, thvi eitthvad klikkadi skipulagid thegar eg maetti thremur og halfum tima fyrir flug i London! (Tveir og halfur timi i bil fra Ipswich til London... my ass... Thad er rett klukkutimi!)

Thad er sko um ad gera ad fara ad aefa skipulagid og timasetningarnar adur en stelpurnar koma (bara rumur solarhringur i thaer!). Eg vil helst ekki villast aftur eins og thegar amma Erla og Olof Dagny voru herna ne heldur lata thaer bida eftir mer a flugvellinum i hatt i tvo tima eins og eg gerdi vid Olofu fodum;) ...Thad er bara vonandi ad stelpurnar treysti mer eftir thessar sogur :)

Nafnlaus sagði...

Hey beib! Fraæbært að það hafi verið svona gaman. Einhverntíma skal ég koma með ykkur til Englands. En það er víst nógur tími.

Annars hefði ég viljað vera fluga á vegg og sjá ykkur vera að þagga niður í brunakerfinu ;)
Jæja, sjáumst vonandi eitthvað í vikunni.

Bjögga beib

Nafnlaus sagði...

Hey Erla bannað að segja draugasögur í myrkri !!! Við megum ekki vera að því að bíða svona lengi á velllinum ;) Gefðu þér bara góðan tíma í þetta og við mætum galvaskar á flugvöllinn á morgun !! Vá hvað þetta líður hratt

Nafnlaus sagði...

er Ips witch eða ? hehe...

Nafnlaus sagði...

Erla: það hlýtur að hafa verið þynnkan...
Petra: það er sko ekkert gaman í ameríku, ég skal bara fara fyrir ykkur, fariði svo vel með gemsann minn og ekki hringja í alla strákana þegar ykkur leiðist:)
Bjögga: hvað heldur þú, þú kemur bara til usa með mér næst. k?
dúllari: potato potato... hehe