mánudagur, maí 09, 2005

EKKI PANIKA

fór á stórskemtilega mynd í gær með Möggu Stínu Rokk, snyrtifræðing og fótboltamannesgju með meiru og Aroni sálfræðingi og mexíkóáhugamanni.

Ákveðið var að kíkja á einhverja upprennilega mynd í bíó þar sem við í Fjölni tókum "áhugalausa" Fjölni á þetta í deildarbikarnum og töpuðum fyrir skaganum 6 fokkin 0. Þetta telst þó fyrirgefanlegt því að talan sex bar á góma og svo eru skagamenn gulir og hafa lengstum talist vera bandamenn okkar Grindvíkinga á pæjumótunum í denn.

En hvað um það, fengum samt dolluna og heiðurinn að vera deildarmeistarar í B-riðli. Svo fórum við í sambíóin eftir veðmál og aðra vitleysu um hvað væri nú stysta leiðin í bíó. Að venju hafði MSR rangt fyrir sér og þurfti að steinhalda KJ á meðan á myndinni stóð. Ákveðið var að sjá Hitchickers guide to the Galaxy og mér til mikillar furðu þá fílaði ég í botn þessa speis-geimveru-dellu. Höfundur bókarnnar hefur verið á einhverri ónýtri sýru þegar hann skrifaði bókina, mýs stjórna mönnunum, sófar sem tala, heimskar geimverur og handbók um það hvernig á að lifa lífinu í stjörnukerfinu (sem er ekkert alls kosta vitlaust)

The hitchickers guide to the Galaxy er einhvers konar "best seller" þeirra speis-búa og býr yfir milkum fróðleik. Það sem mér fannst hvað áhugaverðast við þessa "how to" bók var það að hún virtist sammála mér um ástina og væntingar til hennar:

The defenition of love is too complicated to explain, but the Hitchickers guide to the Galaxy has this to say about love: NOT WORTH IT

Svo var krónískt-þunglynda-vélmennið alveg magnað.

En hvað um það, mæli eindregið með þessari mynd og vil nota tækifærið og óska námsmönnum góðs gengis í lokasprettinum -ÞETTA ER ALVEG AÐ VERÐA BÚIÐ-

Lafan out

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

..af hverju var mér ekki boðið í bíó með ykkur!!?? hehehehe;)

Nafnlaus sagði...

flottur rass....

Nafnlaus sagði...

dúllari: ekkert svona, þér var sko boðoð en þú afþakkaðir pent... bíddu bara þar til þér verður boðið svona tækifæri aftur!

magga: J-Lo hefur sko engu gleymt, nema kannski Ben og fjölmiðlafárinu í kringum þann vitleysing... hún hefur sko lært af reynslunni núna