sunnudagur, maí 22, 2005

Þetta lag "TOTTAR" feitt

var að koma heim til Grindavíkur eftir skemmtilegt föstudagskvöld fyllt af Fjölnis-anda, bjórdrykkju og hlátrasköllum þegar ég rek puttann í útvarpið og set á kiss FM. Þar var verið að ræða um Júróvisjon áfallið og settar saman hinar og þessar samsæriskenningar þegar einn vitur maður köttaði á alla umræðu og sagði hreinlega:

-þetta lag TOTTAÐI feitt!!

nú, þarna sat ég í angistum mínum og gat ómögulega skilið þennan frasa og bölvaði sjálfri mér fyrir að vera dottin úr íslenskri "lingó" menningu og gat með engu móti komist að því hvort að "TOTTA" væri jákvæður eða neikvæður frasi. Var hann að segja að samsæriskenningarnar voru sannar og lagið væri gott, eða var hann að segja að lagið hefði hreinlega verið lélegt??

Að því kemst ég sennilega seint, en mikið asskoti langar mig til að vita hvaða meining er á bakvið eitthvað sem "TOTTAR" feitt, því að ég stefni á að innleiða það sem nýjasta frasann í Grindavík City...

þessi pæling hjá mér á sér enga hliðstæðu í raunveruleikanum þó svo að við vinkonurnar hefðum eitt hátt í tveimur tímum í umræðum um orðið "TOTT" sem verður ekkert kruft neitt frekar hér :)

nú kasta ég boltanum yfir á ykkur

-er að "TOTTA" feitt góður eða slæmur hlutur??

2 ummæli:

Kristín María Birgisdóttir sagði...

þetta er skemmtilegt - en ég get samt örugglega bókað það að þegar karlmenn tala um TOTT þá er það í jákvæðri merkingu, nema öngullinn hafi verið bitinn!

see the obvious?

Lafan sagði...

hahaha

-hélt það líka... en maður veit aldrei með þennan kynstofn!!