föstudagur, nóvember 19, 2010

Í dag er föstudagur og á föstudögum er gaman að fá sér gott í glas með góðu fólki. Hérna down under er sko ekkert verið að skafa af gleðitækifærunum og hafa Smith hjónin planað handa okkur ferð í Hunter Valley, sem er dalur í tveggja tíma fjarlægð, fullur af fallegu landslagi, húsum og vínekrum! Þar ætlum við að eyða helginni í leigðu húsi við fallegt vatn, smakka góð vín, góða osta og njóta þess að vera til, alveg eins og Sideways myndin... nema fyrir utan famhjáhaldið haha

Annars höfum við verið að bralla ýmislegt, fórum til að mynda að sjá Blue Mountains sem er fallegur þjóðgarður ekki svo langt frá Sydney. Þar sáum við fallg fjöll, fallega fugla, ótrúlegt útsýni og eins og vanalega var ég plötuð í langan göngutúr með tilheyrandi væli að minni hálfu.

Síðan fengum við okkur hádegismat í fallegum smábæ í fallegri götu og völdum stað sem var svolítið út úr sínu "elementi" ef svo má að orði komast. Staðurinn var eins og fjallakofi frá miðöldum og afgreiðslufólkið var einnig eins og það væri frá miðöldum. Allir karlmennirnir báru fallegt og mikið skegg í anda Svíans, nema þeir voru allir síðhærðir með skipt í miðju. Konurnar voru einnig með sítt hár, skipt í miðju, ómálaðar og gengu í furðulegum fötum. Maturinn var hins vegar himneskur, allt lífrænt og voðalega heilsusamlegt eitthvað. Áður en við fórum skellti ég mér á salernið og sá það alls kyns bæklinga sem útskýrðu þennan fatnað og útlit fólksins. Kom á daginn að þetta var sértrúarsöfnuður sem trúir á samfélagið sitt og snýr bakinu við hinu almenna samfélagi eins og gengur og gerist í slíkum sértrúarsöfnuðum. Mér fannst þetta alveg magnað, en ef þið viljið fræðast frekar um þennan sérstaka hóp klikkið þá hérna -ég mæli sérstaklega með því að kíkja á kaffihúsin þeirra, hrikalega góður matur!

Annars hef ég ekki frá miklu örðu að segja annað en við fórum einn daginn á ströndina, hinn daginn fórum við að heimsækja tengdafólkið hennar Ingibjargar og annan daginn fórum við í bíltúr niður götuna að kaupa í matinn en enduðum á því að týnast og vorum nálægt því að skilja þegar að við loksins fundum leiðina heim, en ef að þið viljið láta reyna á sambandið -prófið þá að týnast í miðbæ Sydneyjar á háannatíma...

Sem betur fer mun Dabbi keyra á vínekruna á eftir og því þurfum við ekki að hafa áhyggjur af skilnaðarpappírunum og getum einbeitt okkur að smökkunarhæfileikunum og þykjast vita hvað við erum að gera þegar að vínsmökkun kemur -svolítið mikil eik, mikið ávaxtabragð, alltof þurrt... haha ég er með þetta!

Eigið góða helgi kæru vinir.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eðalhjón heim að sækja þessir Smitharar!
Hugsa til ykkar.. Knús í hús!
Dúnus

Nafnlaus sagði...

Snilldin ein þetta ljúfa líf þitt:-) ég og eggert hefðum bara tekið þessu með ró og talað saman á rólegu nótunum ef við hefðum tínst, hehe NOT! hefði ekki viljað lenda í því :)
xoxo Teddz