fimmtudagur, nóvember 11, 2010

I come from the land down under...

Jæja sykurpúðar nær og fjær, þá er skandínavíska dúóið komið til Sydney eftir æðislega dvöl hjá höfðingjunum Gebbu og Ray í Filippseyjum. Eins og búast mátti við af Gerði Björgu þá var afmæli svíans fagnað með pompi og prakt, og farið á Pizza Hut og sungið fyrir afmælisbarnið, svo kíkt í plat-rússibana og í keilu þar sem undirrituð reið ekki feitum hesti, en mátti þakka fyrir að vera ekki eins léleg og Gebba (haha sorry Gebba mín). Gebba var með einhverja asnalega reglu um það þegar að maður fékk fellu eða feikju þurfti maður að taka "happy dans" og annan eins kjánahroll hef ég ekki fengið síðan ég sprangaði um í sundbol í keppni um að vera fallegust... Sigurvegarinn í dans keppninni var sá sami og í keilunni, en afmælisbarnið sjálft sýndi danstakta sem ekki hafa sést í keiluhöllum heimsins fyrr og síðar! Næstu daga tókum við því rólega í kósýheitunum í "sveitinni" og fengum meira að segja fría klippingu hjá frúnni. Loks kom svo að kveðjustund og var okkur fylgt alla leið út á flugvöll í skemmtilegu rútunni, eða jeepney eins og heimamenn kalla hana.

Ferðinni var heitið til Melbourne þar sem við myndum eyða helginni og svo var planið að leigja bíl og keyra áleiðis til Sydney með stoppum hér og þar. Það plan gekk eftir eins og í sögu og svíakonungur með nýja glansandi bílprófið sitt stóð sig eins og hetja og keyrði yfir 1600 kílómetra öfugu megin á götunni án þess að drepa okkur (nokkur "close call" eins og sagt er, en overall komumst við heil á húfi á áfangastað). Það fyrsta sem ég gerði hins vegar var að kaupa mér ástralskt númer og hringja í Ingibjörgu. Ég hringi í númerið sem ég tel að sé hennar en fyllist efa þegar að að ég heyri rödd hinum megin á línunni með ógurlegan ástraskan hreim, yeeeeeeah hellouuuuu thiees ies Ieeengeeeah -og ég svara með ógurlega íslenska hreimnum mínum -uhh Ingibjörg?? svo heyri ég hlátrasköll og fatta að jú, þetta er Ingibjörg en ekki einhver fertug húsmóðir á Ramsey street -og það má með sanni segja að æskuvinkona mín er officially komin með ástralskan hreim af bestu gerð!

Eftir símtalið góða átta ég mig á því að æskusápuóperuþátturinn minn, Nágrannar eru einmitt teknir upp í grennd við Melbourne og næsta símtal sem ég hringi er í ferðaskrifstofuna sem sér um túrana þangað og bóka mér pláss í næstu ferð. Magnús var ekki alveg að kaupa þetta plan og ákvað að verða eftir og kanna borgina í staðinn. Ég fór því alein í ferð um Ramsey street og í stúdíóið (high five!) og var þetta eins og að koma til Mekka fyrir mig, ég sá Erinsbrough high, Ramsay street (sem heitir í raun Pine Oak eða eitthvað svoleiðis og það býr fólk inni í húsunum, það er bara tekið upp úti, allt innandyra er tekið upp í stúdíóinu!!), svo fórum við í stúdíóið sjálft þar sem við fengum að sjá Lassiters, lögfræðistofuna hans Toadie, Charlies, Grease Monkeys, verkstæðið hennar Steph, name it! Eftir túrinn hittum við svo mömmu hans Sting Ray og þeirra og ef við hefðum verið degi lengur í Melbourne hefðum við fengið að hitta Dr. Karl og Harold en því miður var það ekki í boði... Samt alveg magnað að sjá þetta fyrir sápuóperufíkil eins og sjálfa mig :)

Fyrsta stoppið í road trippinu góða var á Philipps Islands þar sem við sáum kóala birni kúra uppi í tré, mörgæsir koma upp úr sjónum eftir að hafa leitað sér ætis, kengúrur skoppandi á vegunum (flestar dauðar reyndar greyin) og fallegt fuglalíf. Þaðan fórum við svo til Wilsons Promintory sem er þjóðgarður fullur af fallegum fjöllum og óeðlilega hvítum stendum og grænbláum sjó! Þar var ég plötuð í að klifra eitt fjall og fara í aðra fjallgöngu, samtals 12 kílómetra ganga -sem næstum gekk frá mér, en með skottulæknaolíuna góðu frá Filippseyjum kláraði ég þetta með stæl. Eftir það stoppuðum við á ýmsum stöðum (man ekki hvað þeir heita, en ég man að einn bærinn hét Ulladulla sem mér fannst alveg awesome nafn á bæ!) þar á meðal strönd sem að kengúrur búa, fleiri fjallgarðar, strendur og fallegir fiskibæir.

Einn daginn fórum við svo í hvalaskoðurnarferð, sem var æðisleg -ekki af því að við sáum hvali- heldur stálu höfrungarnir senunni. Þeim finnst víst æðislega gaman að synda meðfram og fyrir framan bátinn, fara í kapp við hann og stökkva upp og sýna sig fyrir mann :) Ég held ég hafi tekið yfir hundrað myndir og þrjú myndbönd af þessum mögnuðu dýrum! Hvalirnir sem við sáum voru aðeins feimnari en leyfðu okkur samt að sjá sig leika sér aðeins, en þetta voru kvenkyns hvalir með litlu afkvæmin sín með sér... svooo magnað!

Síðan fórum við að nálgast Sydney og þegar að 250 km vantaði upp á hringdi ég í Ingibjörgu sem var að taka smá forskot á sæluna á bar að bíða eftir Dabba eftir vinnu með kampavínsglas í annarri og símann í hinni. Ég sagði henni að við værum tvo og hálfa tíma frá Sydney og viti menn, bara það að ég væri að nálgast var nóg til þess að Ingibjörg vaknaði um morguninn með tak í hálsinum og gat ekki hreyft sig (en fyrir þá sem ekki vita þá gerist alltaf eitthvað fyrir Ingibjörgu þegar ég er í kringum hana).

Til þess að hún eigi möguleika á því að jafna sig ætla ég að fara með svíanum góða niðrí bæ, fá mér bjór fyrir framan óperuhúsið og senda Ingibjörgu minni góða strauma úr 30 stiga hitanum og sólinni :)

Í kvöld er svo planið að grilla á svölunum , fá sér nokkra kalda og njóta þess að vera í Sydney með nýtrúlofaða parinu...

Reyni að vera duglegri að blogga þar sem við erum nú komin í fyrsta heiminn og internetsambandið gríðargott.

Bestu kveðjur frá sólinni í Sydney :)

4 ummæli:

Gebba sagði...

Klarlega hive-five fyrir ad fara ein i Ramsay street :)
Gefdu Ingibkorgu stort knus og koss fra mer, skemmtid ykkur ogo vel :*

Ágústa sagði...

Ég er gríðarlega ánnægð með þig að hafað farið ein í heimsókn á Ramsey street hefði klárlega gert það sama :)

magga sagði...

Vá þetta er ekkert eðlilega skemmtilegt hjá þér! Þú ert sannur Nágranni ;) Pant fara með þér næst!!
Gaman að heyra í ykkur í dag... ég tek því sem að þú hafir ekki vaknað með Ingibjörgu í morgun þar sem ég finn þig ekki á skype :)
En heyri í ykkur fljótt aftur...
Skemmtið ykkur vel elskurnar :*

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta skvís.
Ofsalega er gaman að lesa sögurnar þínar og ég öfunda þig ekki bara af Ramsey street. OMG... Frábært að þú hafir farið ein. ÉG fór líka ein í skoðunarferð á Costa del sol hérna um árið mjög gaman..
En allavega.. öfundin er meira í kringum höfrungana. OMG Þeir eru svo æði. Þeir eru svo yndislegir. :) Bið að heilsa Ingibjörgu.. já og Ray :)