þriðjudagur, september 14, 2010

Komid sael vinir naer og fjaer...

...sidast thegar ad eg skildi vid ykkur tha var eg a leidinni i thriggja daga kayak/filaferd. Ferdin var sko farin med trompi en eg, Maggi og leidsogumadurinn okkar hann Kai hentum farangrinum okkar i vatnshelda poka, fengum far til ad na i kayakana og skundudum upp fjollin, forum svo nidur ad anni og kayakferdin hofst med sma kennslu i thvi hvernig madur aetti ad bregdast vid ef ske kynni ad madur skyldi detta. Thessu nadum vid nokkurn vegin vandraedalaust og tha hofst aevintyrid nidur Nam Khong fljot (eda var thad Nam eitthvad annad??) Henyways...

Maggi var einn a kayak og eg var orugg (ad eg helt) med Kai a tveggja manna kayaknum. Ain var roleg og fin, og vid letum okkur bara fljota framhja hrisgjronaokrunum, fiskimonnunum, vatnabuffalounum og folkinu sem horfdi a okkur eins og ad vid vaerum fra annarri planetu. Maggi og Kai spjolludu og spjolludu (eins og honum er einum lagid) og eg sat fremst a kayaknum og sa thetta lika fallega tre i midri anni stara a mig. Eg hugsadi med mer, Kai hlytur ad sja thetta og sagdi thvi ekki neitt. Nei nei, hann var ekkert ad spa i thvi hvad vaeri framundan, enda sneri hann ofugt ad spjalla vid Magnus og viti menn, kabumm vid klesstum a tred med theim afleidingum ad kayaknum hvolfdi. Kai hlo nu bara ad thessu og sadgi ohhhh haha solly (sorry meinti hann nu ad segja). Eftir erfidi og pud tokst okkur ad komast upp a kayakinn ad nyju og nu var Maggi kominn med sjalfstraustid i botn og var nokkrum metrum a undan okkur. Svo tekur ana a thengjast og eg se ekki betur en ad annad tre standi i vegi okkar, i thetta sinn thvert yfir ana svo ad thad er ekki haegt ad komast framhja thvi. Kai oskrar, uhhh neii vid komumst ekki framhja tharna -en tha er thad ordid of seint. Magnus segir haa? Og litur fram, vitandi orlog sin. Thad sidasta sem eg sa af honum var oborganlegur svipur, stor augu, galopinn munnur og OhhhOhhh!! Svo sogast hann ad trenu, kayakinn fer a hlidina og festist a milli anarinnar og tresins en Magga tekst ad komast undan og eg se hann fljota nidur ana a methrada, svo fygldi roan, svo einn bakpoki, svo annar.

A medan thetta er ad gerast kemur Kai okkur orugglega fyrir i hlid annar thar sem eg held kayaknum fostum med thvi ad gripa i trjagrein. Kai segir bara not good, not good, hendist ut i a, losar kayakinn og syndir svo sjalfur a eftir Magga. A thessum timapunkti vissi eg ekki hvort ad Maggi vaeri lifs eda lidinn og hvort ad Kai myndi koma a eftir mer eda ekki. Eg helt heljargreipi um trjagreinina og hugsadi um eitthvad fallegt, eins og Helga Hafstein ad segja LoLo. Einhverjum tugum minutum seinna kom Kai askvadandi upp ana og sagdi ad allt vaeri i lagi med Magga og ad bakpokarnir hefdu meira ad segja fundist. Fjhukket hugsadi eg, annars mundi eg ad eg aetti einn poka af oreos i toskunni minni sem eg hefdi geta etid um nottina ef ad eg hefdi ekki fundist.

Eftir thetta aevintyri gekk allt eins og i sogu. Vid stoppudum i einu thorpi i hadegsimat og eins og i ollum litlum baejarfelogum tha flygur fiskisagan. Thegar vid vorum rett komin ur bjorgunarvestunum var allur baerinn maettur ad fylgjast med thessu skrytna folki med hjalmana. Tharna bjuggu um 30 fjolskyldur og adeins var haegt ad komast ad thorpinu vatnsleidina.

Thadan forum vid um 2 tima nedar i anni thar sem ad vid myndum gista yfir nottina. Thetta var annad thorp en hid svokallada Kmut folk bjo thar. Vid komum okkur fyrir i thessu afskekkta thorpi sem er einnig einungis adgengilegt medfram anni. Thar var buid ad koma fyrir vatnskrana sem allt thorpid notadi til thess ad sturta sig, tannbursta sig, thvo fotin sin, name it. Eg sleppti thvi ad bada mig thennan dag. Sidan forum vid a roltid um thorpid, um allar 3 gotunar. Herna i Laos eru menn ekkert ad spandera i husgogn, heldur sitja allir a golfinu. Vid komum ad thessu husi thar sem var ad heyra skemmtilega tonlist, hlatur og folk ad spjalla. Vid litum inn i eitt heimatilbuid whiskey skot, en tharna var verid ad halda upp a brudkaup, en brudguminn, vinir og fjolskylda hans voru komin ur ordu thorpi til thess ad borda mat med fadir brudarinnar, brudurinni, fjolskyldu hennar og vinum. A morgun var svo brudkaupid sjalft. Vid thokkudum kaerlega fyrir okkur og heldum afram. Sidan forum vid aftur i husid sem vid attum ad gista i og horfdum bara hvert a annad -hvad nu? Klukkan var bara um half fimm, ekkert rafmagn, bokin buin og langt i brottfor. Rett i thessu kom fadir brudarinnar hlaupandi til okkar og vildi endilega bjoda okkur ad borda med ser. Hann taladi ad sjalfsogdu enga ensku og vid ekki hans tungumal, en gamla goda taknmalid kemur alltaf ad godum notum.






Thannig ad tharna vorum vid komin, i kvoldverd hja thessu folki sem atti ekki neitt en kom fram vid okkur eins og konga. Eg tok eftir thvi thegar vid komum inn ad einugis mennirnir satu og voru ad borda, a medan ad konurnar og bornin satu fyrir utan. Eg matti samt sitja med theim, sennilega gerd undantekning fyrir hvitu risana. I bodi var supa med svinsskinni, graskeri, graenmeti og hrisgjon, klesst hrisgrjon sem allir hnodudu i stora bolta og dyfdu ofan i idyfu. Mannfraedingurinn i mer sagdi mer ad gera bara alveg eins og their. Eftir fyrsta smakkid ad idyfunni hostadi eg eins og kedjureykingamanneskja vid mikla katinu heimamanna, idyfan er mjog sterk segi eg svo vid Magga. Med thessu er svo drukkid heimagert whiskey gert ur hverju odru en hrisgrjonum! Klukkan atta vorum vid enn ad borda og enn ad drekka...

Vid nadum ad kynnast thessu folki vel og thegar ad Kai vinur okkar kom loksins (en hann hafdi verid tyndur fra thvi a roltinu um thorpid) fengum vid langthradar upplysingar um hver vaeri ad gifta sig. Stelpan var 16 og strakurinn 18. Vid spurdum hvort ad vid maettum taka mynd af theim saman og thau ljomudu oll, en ekki hofdu allir thorpsbuar sed slikt fyrirbaeri. Vid lofudum svo ad senda theim myndirnar sem vid aetlum ad bidja Kai um ad gera. Fadir brudarinnar var einn virtasti i thorpinu, hann atti einn storan hatalara sem virkadi reyndar ekki -en thotti mjog flott- og svo var hann med eina ljosakronu, afar sjaldsed thar a bae. Hann var vinur allra og vildi endilega ad vid yrdum eftir ut kvoldid sem vid ad sjalfsogdu thadum. Magnus sagdi i sifellu, sjaaa Petur Palsson en honum fannst fadir brudarinnar minna a pabba a gamlarskvold med sitt flotta skilti :)

Vid drukkum og sungum med folkinu sem spiladi a toma plastdalla og oliubrusa thar til ad sumir voru naestum sofnadir. Tha var timi til ad fara heim. Sem betur fer hafdi eg hugsad ut i ad taka vasaljosid med mer og komumst vid heil a hufi i bambuskofann okkar thar sem vid svafum a golfinu med moskitonet yfir okkur.

Eftir thorpsaevintyrid heldum vid afram a kayaknum nidur ana i um 3 klukkutima thar sem ad vid stoppudum til thess ad fara a filsbak i thorpinu sem vid gistum i adra nottina. Filarnir voru geymdir kedjadir vid tre i grennd vid frumskoginn, badir kvenkynsfilar 48 og 28 ara. Fyrst forum vid a bak a svona stolum, en svo berbakt. Eg gat ekki annad en vorkennt filunum, en tharna vorum vid berbakt a sitthvorum filnum med filathjalfarana med okkur. Vid tokum sma runt um frumskoginn, filarnir fengu ad borda og svo voru their festir vid tre inni i frumskoginum og vid gengum tilbaka. Tha sarvorkenndi eg theim! Daginn eftir vorum vid maett klukkan sjo til thess ad saekja tha og bada tha. Thad var mjooog gaman -serstaklega ad sja hvad theim fannst thad gott. Eftir bodunina forum vid berbakt a theim tilbaka thar sem ad vid gafum theim af borda ananastre, sem var lika mjooog gaman og athyglisvert, en thessi dyr eru alveg otruleg, roleg og yfirvegud. Gat samt ekki yfirgefid tha hugsun ad their aettu nu frekar heima i frumskoginum, frjalsir...

EN eg hristi thad af mer og kayakadi nidur til Luang Prabang thar sem eg hef aldrei verid eins glod med heita sturtu og pizzu.

Morguninn eftir flugum vid svo til Krabi i Taelandi thar sem ad Jesse og Elliot vinir okkar fra college eru i husi sem ad foreldrar Jesse eiga. Sandur, sumar og sol!

Hef thetta ekki lengra i bili -verd ad blogga oftar svo thad se ekki svona mikid ad lesa :)

Lafan out

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æðislegt að lesa bloggið hjá þér. Þetta er greinilega mikil upplifun! Ég er græn af öfund:)
Kveðja Guðrún Erla
p.s. Takk kærlega fyrir afmæliskveðjuna:)

Magga sagði...

Snilldarpistill!!! haha ég sé Magnús í anda þegar hann sá tréð og svo líka segandi Sjaa Pétur Pálsson með sínum sænska hreim!! haah
En Vá hvað þetta er ævintýralegt...
Gaman að lesa hvað þetta fólk er vinalegt :)
Helgi Hafsteinn sá þetta blogg líka og sagði LóLó hátt og skýrt svaka ánægður ;D

Nafnlaus sagði...

I´m wathcing you....
Lifi fyrir þessa pistla!
Knús&kram :*
Dúnus nordlendingus