fimmtudagur, september 09, 2010

Laos baby!

Hae ho vinir naer og fjaer, nuna erum vid komin til Luangprabang eftir mjog skemmtilegan tima i Van Vieng. Fra thvi ad eg sidast settist nidur og rabbadi vid ykkur hefur ymislegt gerst eins og vid er ad buast thegar ad tveir olikir einstaklingar ferdast til eins olikra landa...

Eftir hjolaferdina okkar miklu skradum vid okkur i Kayak ferd nidur Nam Song ana (p.s. hofundur er ekki abyrgur fyrir stafsetningu eda framburdi thessara stada sem hun er a, heldur eru nofn theirra geymd vel inni i hofdinu a vidkomandi og enda a thessari sidu eins og hugurinn segir til um) Kayak ferdin gekk vel, til thess ad byrja med thurftum vid ad fara thvert yfir ana, i gegnum strauminn, til thess ad komast ad helli nokkrum. Mer til mikilla lettis akvad gaedinn okkar ad Maggi skyld vera einn a kayak og eg fekk ad hafa hinn reynda Tang med mer a bat. Fyrst forum vid yfir og svo fylgdi Maggi i kjolfarid og ollum til mikillar undrunar gekk thad storslysalaust fyrir sig. Thar gegnum vid i gegnum hrisgrjonaakra i att ad fjollunum thar til ad vid komum ad fallegu vatni thar sem vid hentumst i sundfotin, forum ofan i svona uppblasna belgi, fengum vatnshelt vasaljos og fylgdum svo linu sem tok okkur inn i hellinn og flutum svo inni i hellinum a thessum belgjum, mjog fyndid!
Eftir hellaaevintyrid forum vid nidur ana i svona einn og halfan tima og stoppudum svo a nokkrum borum a leidinni og fengum okkur bjor -ja thid lasud rett- thar eru barir a leidinni nidur ana, folkid sem vinnur thar hendir bara til thin reipi og thu stoppar, faerd ther einn bjor og heldur svo afram. Mjog snidug hugmynd hja Laosnum!

Daginn eftir leigdum vid svo vespur og thutum um thorpin i kringum Van Vieng, skodudum fjollin, folkid og tokumst a vid vegina, en nuna er regntimabilid og ad sjalfsogdu er ekkert malbikad og thvi thurfti madur ad hafa sig allan vid ad renna ekki i ledjunni eda festa sig i pollunum. Maggi lenti reyndar i thvi ad hjolid biladi thegar hann var ad fara yfir einn pollinn. Thar sem hvorugt okkar veit hvar velin er a svona grip horfdum vid bara a hvort annad og -hvad nu?? Tha komu heimamennirnir hlaupandi -en allir eru svo vingjarnlegir og godir herna ad thad er alveg otrulegt- Tveir strakar a motorhjoli komu a fartinu, einn baud Magga far a medan ad hinn HLJOP med hjolid hans a naesta vidgerdarstad. Eg med mina reynslu af ranum i Ekvador var heldur betur skeptist og elti manninn med hjoldid eins og skugginn, en nei nei, their voru ekkert ad reyna ad stela hjolinu, Magga eda mer, heldur vildu their bara olmir hjalpa! Fimm minutum seinna var hjolid komid i lag og vid klarudum ferdalagid an teljandi vandreda -nema kannski thegar eg missti hjolid tvisvar i rod, heimamonnum til mikillar skemmtunar-

Thar a eftir var rodin komin ad borg sem heitir Luangprabang, en vid keyptum okkur mida i svokallada Minibus sem atti ad taka tveimur til thremur klukkustundum minna en venjuleg ruta (6 tima). Okumadurinn okkar akvad hins vegar ad taka alla fjolskylduna og tvo sett af ommum med og stoppa hundrad sinnum a leidinni til ad versla hitt og thetta. Ekki baetti ur skak ad ein amman og litli strakurinn voru med aelupest og thurtu ad stoppa oft til ad aela, eda til ad thrifa aeluna ur bilnum. Eins stoppadi hann i hatt i klukkutima til thess ad borda godan hadegismat med storfjolskyldunni a medan ad vid utlendingarnir satum a stett og bidum. Mjog komiskt og skemmtilegt eftir a, en eg vidurkenni ad eg var adeins farin ad tapa gledinni thegar ad eg var buin ad vera i bilum i 7 tima en samt nalgudumst vid ekkert.

Thegar ad vid loksins komumst a afangastad leist okkur heldur betur a blikuna, thvi tharna erum vid komin til borgar sem er svo uppfull ad sogu, morandi i munkum og hofum ad hun er a verdnunarlista Unesco. Daginn eftir ad vid komum var svona festival, en thetta er arleg rodrakeppni a milli thorpa og fyrirtaekja herna i Laos. Vid Maggi skodudum thad sem ad Lonly Planet lagdi til um morguninn en plontudum okkur svo a medal heimamanna og horfdum a thessa rodrakeppni sem fer fram a Nam Khan anni og eru svona storir langir batar med um 45 keppendum sem nota pinulitlar ar og eru svo samtaka ad lidid i SYTUCD myndi rodna... Vid gerum eins og lokalinn, drukkum heimabjorinn Beerlao og hvottum lidin afram. Svo datt Magga i hug ad vedja vid heimamennina hvor myndi vinna hverju sinni um einn bjor. Thetta vakti mikla lukku ad -falang- (utlendingarnir) myndu syna thessu svo mikinn ahuga ad allt i einu voru allir farnir ad taka thatt i thessu, gafu okkur mat ad smakka, vin ad drekka og brostu og skaludu vid okkur allan daginn. Aedislegasti dagurinn hingad til! Eins laerdum vid mikid ad nyjum ordum og fengum bod a diskotek sem vid thvi midur gatum ekki thegid thvi ad falang lidid bara gat ekki meir!! haha

Nuna er stefnan sett a fossa herna i kring og a morgun -haldid ykkur fast- forum vid i fila ferd, forum a filsbak, skodum meiri fossa, gefum filunum ad borda, bodum tha og forum svo ad synda med theim...

En nuna situr Maggi med krosslagdar faetur fyrir framan mig og bendir mer a ad thad er 10 min i brottfor...

Thangad til seinna, lai lai!

Lafan kvedur med bros a vor og sol i hjarta :)

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er alltaf svo gaman að lesa bloggið þitt Ólöf! Gott að þið skemmtið ykkur og ferðin gangi vel.
Ég væri sko alveg til í að vera með ykkur í þessari ferð.
Gott að hafa svona góðan tímavörð heheh
Kveðja Aníta

Gebba sagði...

Æðisleegt allt saman.. Elska bloggin þín segir svo skemmtilega frá :)
Góða skemmtun á fílunum ;)

Erla Ósk sagði...

takk fyrir að vera svona dugleg að blogga Ólöf!! elska þegar það er komið nýtt blogg....

Erla Ósk sagði...

takk fyrir að vera svona dugleg að blogga Ólöf!! elska þegar það er komið nýtt blogg....

Nafnlaus sagði...

Er sammála þeim, rosalega gaman að lesa þetta. Maður hugsar svona eins og maður sé þarna á staðnum :D
Kolla :D

Magga sagði...

Æi hvað er Maggi að ybba sig...
Segðu meira segðu meira....(það eru milljón manns að skemmta sér með glans) ;D
Hlakka til að lesa meir ;)

Elín Heiður sagði...

Vá hvað ég hlakka til að lesa hvernig fílaviðskiptin gengu fyrir sig, svona miðað við sögur af fyrri reynslu og viðskiptum þínum við asna... :)

Risaknús,
Elín H.