sunnudagur, október 17, 2010

Long time no blogg...

Thid verdid ad afsaka bidina a blogginu, en stundum leyfa adstaedur (internetkaffihusin frekar sagt) ekki tolvunotknum i langan tima.

EN henyways, sidast thegar ad vid "heyrdumst" var eg a Gili eyjum i thann mund ad fara i batsferd nidur til Flores eyja. Thegar vid skradum okkur i ferdina vissum vid ekki alveg hvad vid vorum ad lata plata okkur ut i. Vid vissum ad vid myndum sofa "uti" og ad thad var matur innifalinn. Ferdin myndi taka 4 daga og 4 naetur og ad vid myndum stoppa a leidinni til thess ad snorkla, solbadast, skoda komodo dreka og sja fallegar eyjar.

Vid vorum sott til Gili thar sem vid tokum bat til Lombok og thadan var okkur smalad upp i rutu og keyrt hinum megin a eyjuna thadan sem ad baturinn for fra. Vid keyptum nokkra snakkpoka, nammi, kok og bjor -thessar venjulegu naudsynjar- og svo var haldid aleidis a bryggjuna. Thetta var 21 manna hopur sem var skipt upp i tvo bata, 10 a okkar bat og 11 a hinum. Baturinn okkar saman stod af einum Islendingi, einum Svia, tveimur Polverjum, thremur Hollendingum og thremur Indonesiskum stelpum. Vid fyrstu syn virtist sem vid hofdum lent hja "rolega/norda" hopnum, en kom svo a daginn ad folkid a batnum okkar var olikt, en mjoog skemmtilegt. Tvo af Hollendingunum sem komu oll i sitt hvoru lagi urdu par fyrsta daginn, indonesisku stelpurnar kenndu okkur oll hipp og kul login sem eru vinsael i Indonesiu nuna og polska parid, o polska parid vaar algjort bio. Aedislega gott folk, sem var i thvi ad bjoda okkur ad smakka godgaetin sem thau hofdu keypt her og thar a leidinni og tha serstaklega heimabrggudu vinin sem thau keyptu i thorpum a Lombok. Madurinn var aldjor aevintyrakall en konan thvi midur minni aevintyramanneskja, vard fljott sjoveik, var med vidkvaema hud og var hraedd vid saltvatn. Madurinn var sko ekki hraeddur vid neitt og sprangadi um a speedo sundskylunni sinni um allan batinn, og leyfdi okkur stundum ad sja adeins of mikid if you know what i mean...

Fyrstu 36 timarnir voru ad visu bara bein sigling, ekki mikid stopp, i bullandi braelu og havada (en baturinn var mjog havadasamur). Eg hafdi ekki gert mer grein fyrir thvi thegar vid forum hvernig salernis adstaedurnar myndu vera um bord i batnum, hvad tha sturtumal. Kom a daginn ad klosettid var hola ut i sjo. Punktur. Eg var ekki lengi ad minnka drykkjainnkomu i likamann um helming og uda a mig ilmvatni. Eg komst ad thvi fljott eftir 24 tima og eitt piss ad thetta vaeri ekki snidug hugmynd og for thvi ad drekka meiri vokva og bara lata mig thad ad pissa i holu ut a sjo.

Naestu tveir dagarnir a batnum voru magnadir, undurfagrar eyjar, sumar hverjar eldfjallaeyjar blostu vid okkur, hofrungar siglandi medfram batnum, stoppad a hvitustu strond sem eg hef sed lengi og snorklad, badad sig i sama sjonum og pissid for ut i, gengid upp a fjoll i kring, skodad Komodo drekana a Komodo eyju og Rinca eyju, sidan var farid ad veida (en thar atti Polverjinn move aldarinnar, hann setti beituna a ongulinn, sveifladi svo linunni i hring eins og kureki og setti allan batinn i brada haettu -a sundskylunni nota bene) en haldidi ad Lafan hafi ekki landad einum (seint og sidar meir um kvoldid og hlaut eg titilinn thrjoskasta manneskjan a batnum) en eg haetti snogglega veidimennskunni thegar eg hafdi smekklega fest ongulinn nedansjavar, tosad i linuna af ollum lifs og salar kroftum med theim afleidingum ad linan slitnadi og lenti i auganu a mer. Sem betur fer tok enginn eftir thvi ad eg hafi meitt mig og thvi reyndi eg ad halda haus thratt fyrir gridarlegan sarsauka.

Thegar siglingunni lauk for allur baturinn okkar saman ut ad borda, en vid hofdum nad svo vel saman, thessi oliklegi hopur (Polverjinn maetti reyndar klukkutima of seint, hann hafdi vist farid a vitlausan veitingastad -thetta er pinulitill baer og ad eg helt ogerandi ad staersti veitingastadur baejarins gaeti farid framhja heilvita manneskju, en o ju!). Vid gistum svo sidustu nottina um bord i batnum adur en ad vid forum oll i sitthvora attina.

Vid Maggi forum a eyju fyrir utan baeinn, thar sem vid snorkludum allan daginn. Vid vorum skilin eftir a eyjunni klukkan 10 um morguninn og sott klukkan 16. Okkur var sagt ad koma med nesti med okkur thvi ad a eyjunni var akkurat ekki neitt. Sem vid og gerdum en thad sem vid gerdum ekki rad fyrir voru maurarnir sem atu hadegsimatinn okkar og gerdu hann oaetan -tha kom snakkid og Oreo kexid ad godum notum. Eftir langan dag a strondinni var svo kominn timi til thess ad fara i sturtu og gud minn godur hvad thad var gott, 5 dagar an thess ad fara i sturtu er bara ekki fyrir mig -eda oflitada harid mitt sem er enn ad jafna sig :)

Daginn eftir var svo komid ad thvi ad mjaka ser yfir til Philippseyja, en vid attum flug fra Jakarta sem var hinum megin i Indonesiu, sem thyddi thad ad vid thurftum ad fljuga fra eyjunni Flores til Jakarta, med millilendingu a hinum alraemda flugvelli a Bali. Vid nadum sem betur fer fluginu okkar, en thau eiga thad til ad frestast vegna rafmagnsleysis. Thegar vid tjekkudum inn toskurnar okkar thurftum vid lika ad vigta okkur sjalf, fyrir framan alla rodina, sem var svo skrad i sogubaekurnar. Aedislegt. En flugferdin gekk vel, finar flugvelar, engin vandraedi a Bali og thegar vid lentum i Jakarta forum vid beinustu leid a Sheraton hotelid thar sem eg for i milljon sturtur, eitt bad, horfdi a sjonvarp fram a nott, bordadi godan mat og drakk kalt kok, thvilikur dekursolahringur! Flugid okkar til Manila var ekki fyrr en a midnaetti og thvi hofdum vid naegan tima til thess ad skoda borgina og borda adeins meira godan mat og thad kom mer a ovart hversu hrein og fin borgin er og hversu vingjarnlegt folkid er lika.

Eftir langt og strangt ferdalag fra Jakarta til Manila, Manila til Dumaguete og svo batsferd fra Dumaguete til Siquijor var kominn timi til ad finna hotel og slaka a. Vid voldum Coral Kay resort hotelid sem er a strondinni og horfdum a solina setjast. Okkur leist vel a stadinn, ekki margir ferdalangar og frabaer thjonusta. Sidan forum vid ad taka eftir folkinu sem var tharna. Fyrst saum vid konu og eldri konu, sem vid vorum ekki viss hvort ad vaeru par eda ekki. Yngri konan var kaflodin a loppunum, og tha meina eg kaflodin, upp ad mjodmum og eg thurfti ad hafa mig alla vid ad stara ekki. Naesti gestur sem vid saum var eldri madur fra Thyskalandi, med plokkadar litadar augnabryr (hann hefur verid svona 60-65 ara) og 12 ara filippeyskan strak. Eg helt i vonina ad thetta vaeri sonur hans, eda sonarsonur, en su von fauk ut um gluggann thegar ad eg heyrdi gamla manninn spyrja litla strakinn hvort ad hann aetladi ad vera "sexy boy" i kvold. Eg gubbadi naestum thvi.

Vid Maggi akvadum tha ad leigja okkur morothjol naesta dag og leita ad odru hoteli, thetta var bara too much, their voru i naesta herbergi vid okkur. I stadinn fyrir ad leigja hjolin saum vid svona "beach buggie" skaergulan bil sem vid leigdum, skirdum Gulla og keyrdum hring i kringum eyjuna, skodudum hvert einasta hotel i bodi en akvadum ad vera a stadnum sem vid vorum a thar sem ad hin hotelin voru ekket skarri. Vid endudum a thvi ad eiga aedislegan dag, skoda folkid, thorpin og fallega landslagid, en allir a eyjunni voru gridarlega vingjarnlegir og krakkarnir heilsudu okkur i hverju thorpi.

Vid akvadum tha ad leigja okkur motorhjol naesta dag og leita uppi hina svokolludu "healers" sem eru natturulaeknar i San Antonio thorpinu, madur keyrir thangad, spyr um thorpsstjorann og laetur hann fylgja ser til healarans. Thegar vid komum thangad var thopsstjorinn a fundi en tveir menn, einn eldri og annar yngri fylgdu okkur i gegnum trjagrodurinn i att ad husarod thar sem ad laekninn var ad finna. Vid settumst a plaststola i steinsteypuhusi og bidum eftir laekninum, sem var vist ad leggja sig og kom fram mygladur. Hann settist nidur og laet unga strakinn tulka fyrir sig. "Hvad er ad" -uhhh vid hofdum ekki alveg hugsad svona langt, hvad aetti ad vera ad okkur? Vid vildum bara sja laekninn og thetta umhverfi, en fyrir theim var thetta alvara. "Uh... Hun er med lelega hasin og er alltaf ad drepast" segir Maggi fljott og eg hvaesi a hann med augunum. Tha fer laeknirinn ad koma vid hasinina (sem er reyndar buin ad vera handonyt alla ferdina), spyr hvenaer thetta hafi byrjad, konan hans kemur fram med oliu i jurtum, hann smyr thvi a mig og spyr hvort ad thetta se betra. "Uhhh... ja segi eg" en thad var i alvoru betra. Sidan fengum vid flosku med oliunni og spurdum hversu mikid vid skuldudum. "Thad er undir ykkur komid hvad thid viljid borga"... oh shit, hvad thydir thad? Vid akvadum ad vera rausnarleg og borga theim 500 pesoa, ekki mikid fyrir okkur en mikid fyrir thau. Nuna ber eg thess oliu a mig kvolds og morgna og adur en ad vid forum i gonguferdir, og eg verd ad segja eftir 2 daga notknun ad eg finn ekki fyrir hasininni...!

A leidinni fra natturulaekninum forum vid a bryggjuna og keyptum mida til Bohol daginn eftir, en fleiri gestir voru farnir ad lata sja sig, flestir eldri menn med ungum filippeyskum konum, einn Astrali sem sagdi okkur ad konan hans hafdi haldid framhja honum, hann kom ad theim heima hja ser, en hann kom heim snemma af sjonum. Hann brjaladist, pakkadi dotinu sinu, slokkti a simanum sinum og hvarf a hotelid okkar thar sem hann aetlar ad drekka sig fullan i 2 vikur adur en ad hann gegnur fra skilnadinum. Fleiri barnanidingar voru maettir og vid fengum nog...

Eftir 3 tima batsferd i morgun erum vid nu komin til Bohol eyju og aetlum ad skella okkur a strondina, skoda hofrunga og hakarla, leigja motorhjol og ferdast um. Hongad til hofum vid ekki sed neina barnanidinga og hasinin er i finasta lagi!

Reyni ad hafa naesta blogg styttra... bara svooo mikid ad gerast!

Knus fra verslunarmidstodinni Bohol Quality Mall
-Olof

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

haha fyrri helmingurinn er fyndin!

en yfir seinni helmingnum veit eg ekki hvort eg eigi ad aela eda grata thetta er oged!!

kondu bara til min!! engin svona vidbjodur herna!!

Bobby

Erla Ósk sagði...

Takk fyrir bloggið! Sammála Ingibjörgu, ég heillaðist yfir fyrri hluta pistilsins en er með pínu í maganum yfir seinni hlutanum. EN, gott að vita að þið eruð á leið til betri staða.
Kossar og knús frá Grindavík!

Magga sagði...

Nákvæmlega.. gátuði ekki bara hringt á lögguna?
En ji hvað er gaman að lesa um allt sem þið eruð að upplifa! Mér finnst ég bara orðin veraldarvanari af þessari lesningu :)
Skemmtið ykkur, en passið ykkur líka :)

Nafnlaus sagði...

ohhhh... er hálf illt í hjartanu bara! Sexy boy pffffffff..
En þvílík ævintýri!!! Gaman að upplifa þetta í gegnum ykkur :) Hér er farið að snjóa og veturinn virðist loksins ætla að sýna sig aðeins... Ég er á leiðinni á kóræfingu þar sem við erum byrjuð að æfa jólalög, þannig að á mínum bæ er bara julestemmning & kósýheit.. Ástar og saknaðarkveðjur.. dúnus julsduggondus..

Nafnlaus sagði...

yndislegt blogg hjá þér, mar er alveg með fiðring í maganum hér heima í austurhópinu :) en ég kannast við þessa ógeðis barnaníðinga síðan ég var í tælandi ógeð, en þessi bátsferð hefur verið æði, samt spurning hvort ég hefði meikað þetta sjóveikismanneskjan sjálf :) gaman að þið eruð að njóta ykkar, knús á ykkur!
kv Teddý

Nafnlaus sagði...

Heimurinn er bæði fallegur og ljótur. Haldið ykkur bara réttu megin áfram og njótið þessa einstaka tíma ykkar. Pabbakveðja frá Kanda .