miðvikudagur, janúar 18, 2006

lafan á förum frá klakanum

sælar. þá fer bara að líða að því að maður leggji upp í sína hinstu ferð til kanaríkis og er ég ekki frá því að ég væri til í að taka síðustu önnina í fjarnámi til þess að geta meikað það sem fótboltakona í grindavík þar sem magga, gebba, rannveig og petra rós eiga eftir að taka mig í ra****** (stóðst ekki ritskoðun) þar sem ekki get ég æft með eins góðu liði þarna úti í asnalegu ameríku, nema að ég skrái mig í atvinnumannadeildina og æfi með þeim og gerist Minnesota Thunder spilari, eða eins og lög segja til um á góðri íslensku, Minnesóta Þruma.

Ekki er undirrituð ókunnug Þrumunni þar sem hún sat í Þrumuráði í 3 ár og það síðasta formaður ráðsins. Algjörlega reynd Þruma, ekki spurning. En það verða hvorki þrumur né eldingar í dag þótt ringt hafi. Í dag ætla ég að reyna að komast á bretti ef veður leyfir, elda einn tvo heita rétti og bjóða svo fastagestum að koma og kveðja mig í kvöld! Þannig að allir sem sjá sér fært að mæta eru velkomnir í kotið á efstahrauninu.

Ekki verður þetta lengra í dag, enda kominn tími til að pakka... sem verður ákaflega erfitt þar sem flugfélögin eru búin að minnka kvótann úr 32 kílóum á tösku í 23... sem þýðir aðeins eitt, að magga fær að njóta allavegana helming fata minna!

kem svo með lokafærslu á morgun, bið ykkur vel að lifa
donna martin

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við erum allar drullugóðar!! Pældu bara í hvernig við verðum þegar við komumst i form!! Þú ferð bara eftir prógramminu hans Jóns Óla þá getur ekkert klikkað.. (þú verður víst líka að leggja bjórinn á hilluna) :) jjjjoooollleee :)

Erla Ósk sagði...

Eg veit ad thad verdur erfitt fyrir thig ad fara fra klakanum, en eg hlakka til ad sja thig... vid skulum saekja ykkur a flugvollinn a sunnudaginn... og svo rett eftir ad thu kemur verdur kominn litill Beagle hundur a heimilid!

When a door closes, a window opens:)

kv
stora sysir

Lafan sagði...

já það er satt systur.. en að leggja bjór á hilluna... but thats all i got!!!!!!!!