fimmtudagur, júlí 19, 2007

Nýjar buxur, ný skyrta, sama röddin!

Þá fer senn að líða að helgi og í dag er vika síðan að markmannskommbakkið mitt fór til andskotans. Eftir miklar vangaveltur hef ég ákveðið að leggja hanskana á hilluna í 3ja sinn og fer sennilega ekki í markið aftur, en aldrei að segja aldrei!

Sóknarmannsferlillinn minn er hins vegar rétt að byrja og hefur þjálfari liðsins GRV þegar haft trú á mér í 10 mínútur í einum leik. Stefni á 20 næst og svo koll af kolli...

Annars eru bara tvær helgar og kabúmm Þjóðhátíð blasir við landanum. Mikil eftirvænting og spenna ríkir í herbúðum Grindvíkinga fyrir herlegheitin og eru æfingar hafnar á fullu. Spurning um að koma að aukaæfingu um helgina?? Boðhlaup í bjórdrykkju?? Einnig hefur sú spurning vaknað hjá glöggum konum í "sveppnum" svokallaða í Grindavíkurlaug að halda sérstakt Grindavíkur-Stelpu-Partý þar sem allar stúlkur yfir 18ján ára aldri hittist og hlægja saman og kannski sungið eitthvað líka... Leigður verður salur og skemmt sér fram á rauðanótt?

látið mig vita hvað ykkur finnst þið Grindvíska kvenfólk (og fylgifiskar, þ.e.a.s innfluttar kærustur haha)

lafan kveður í bili. MSN kallar.

9 ummæli:

Erla Ósk sagði...

I´m in!

Kveðja frá Nýfundnalandi,
Erla Ósk

Nafnlaus sagði...

Má ég vera með þótt ég hafi ekki búið þarna í 9ár??
Ef svo er þá er ég game:)

Nafnlaus sagði...

Ég er sko meira en til!!!

Nafnlaus sagði...

erla og ágústa löggildar ;)
bobby.. þú ferð fyrir nefndina... haha ok you´re in!!

Nafnlaus sagði...

Mér lýst mjög vel á þetta :) Fyndin og skemmtileg hugmynd hjá ykkur !

Nafnlaus sagði...

ég er til,þetta verður bara gaman

Nafnlaus sagði...

Ég er game :)

Nafnlaus sagði...

Kanski ég skelli mér líka. En má maður koma þótt maður fari ekki á þjóðhátíð?! ;)

Nafnlaus sagði...

nice shiner but more importantly 13/07/81. wtf mate?