fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt??

Var eitthvað að bardúsa inni í eldhúsi í dag eftir að hafa verið einn og hálfan tíma á leiðinni úr borginni inní Grindavík city í kolvitlausu veðri, slyddu og él, þá rek ég ekki augun í þetta líka skemmtilega dagatal sem sennilega langflestir landsmenn fengu sent frá Sparisjóðnum um áramótin, en þar koma fram hinar ólíklegustu málýskur okkar Íslendinga (var soldið spæld að grindvískan hafi verið BÖDDUÐ algjörlega, en ég TAPAÐI EKKI GLEÐINNI og HUMMAÐI bara og hélt mínu striki, hehe) her jú gó:

Ég kláraði málið á þakið
þetta er málýska fyrir austan (sem skýrir kannski ýmislegt hehe) sem þýðir bara að gera út um málið...

Hann úðaði í sig mærunni
þetta kemur alla leið frá Húsavík og þýðir að úða í sig sælgætinu. Ha ég??

Bobbaðu boltanum til mín, vinur!
þetta segja Siglfirðingar þegar þeir sýna listir sínar að rekja/dripla bolta... ætla pottþétt að nota þetta á næstu æfing

Peyinn mætti í glænýju tríkoti
eitthvað hefur eyjapeyjinn verið í glasi þegar hann fann upp á þessu, en tríkot þýðir æfingagalli!!

Ég missti undirbollann um leið og ég hlóð fylgidiskinn fullan af brauði og fékk mér kaffi úr geyminum
(Undirskálin datt í gólfið, diskurinn var hlaðinn gómsætu bakkelsi, og geymirinn er ósköp venjulegur kaffibrúsi! Föttuðui þetta ekki..) en þessi steypa kemur úr Eyjafirði og þurfum við eitthvað að ræða það??

svo finnst mér við hæfi að enda þetta á þessu þar sem ég er svo upptekin að ég man varla hvað ég heiti, hvaðan ég kem né hvar ég lét fokkin símann minn!!:

Hann er tímalausasti maðurinn í bænum!hehe þarf ekkert að útskýra þetta en mun alveg örugglea stela þessum frasa og nota óspart í komandi framtíð. Og hvaðan haldiði að þetta komi? Nú hvar annars staðar en að Westan með capital W-i.

Lifið heil

Engin ummæli: