miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Nakk hvað ég held að liðið í Árnagarði sé orðið þreytt á að sjá mig sitjandi á þessu blessaða borði, seljandi sálu mína og lofandi öllu fögru ef ég bara fæ blessað atkvæði þeirra á kjördag :) en mín aðferð til að lokka atkvæði saklausra háskólanema er sú að mæta í stuttu pilsi, flegnum bol og gefa frímiða á bjórsamkomur landsins, það má... er þaggi?

En eftir að hafa jafnað sig á þynnkunni á sunnudag og heitið því að núna væri maður kominn í góða pásu, þá þurfti endilega að vera "Grísklúbba-fundur" hjá KLÍKUNNI og auðvitað fékk maður sér nokkur hvítvínsglös og málin rædd út í gegn... niðurstaða fundar=ekki til neinn eins flottur og Jude Law og laugardagurinn verður eftirminnilegur ;)

Labbaði svo í skólann í morgun í hvassviðri dauðans og kom í hús lítandi út eins og Bridget Jones í blæjubíla-atriðinu... I guess I´m not that kind of a girl who can look good in a convertable :)

Er svo komin á heimaslóðir í Grindavík City, horfði á Summerland (sem er by the way mergjaður þáttur) og skúraði...

Með fiskifýlu í annarri og Mamma Mia pizzu í hinni kveð ég í bili

X-A!!!!

Engin ummæli: