mánudagur, janúar 31, 2005

Kongó

Fjúkket, komst heil heim frá sveita-og-djamm-býlinu Djúpavogi reyndar með harðsperrur og ekki frá því að ég sé með smá höfuðverk, ætli þetta sé flensan sem er að ganga:)??? maður hreinlega spyr sig... en hér kemur smá ferðasaga með þessu helsta sem skeði:

Fmmtudagur til ferða... (æi man ekki hvað er á fimmtudögum, HELP!)

*Lögðum af stað í ævinýraferð með ömmu Möggu á kantinum
*Lentum á Egilstaðaflugvelli og brunuðum Öxina með ömmu taugaveikluðu (Svanhvít, Sigurpáll, Magga, ég, afi og Svenni vorum í því að sannfæra hana um að við myndum nú ekki fara fram af eða verða fyrir ólíklegri árás hreindýranna...)
*Smá rauðvín og koníak hjá Sólný og móttökunefndinni (endaði svo kvöldið með sögum af ömmu Möggu og hvernig á að vera skotin í TVEIMUR í einu...)

Föstudagur til fjár...

*Við byrjuðum sko á því að sofa út á föstudagsmorguninn (eins og nauðsynlegt er þegar þorrablót er í vændum...)
*svo lékum við vð frændur okkar (og by leika meina ég að fara út í sjoppu og múta þeim með ís..)
*létum plata okkur í ljós (ekki furða að þetta sé kallað kongó, enda ofurperur í ljósabekknum og allir bæjarbúar svartari en ég í gær...)
*fórum í fótbolta 3 á móti 3 (sei nó mor, vatnspása á 10 mín fresti og verkir á stöðum sem að ég vissi ekki að væri til...)
*Idol partý a la Sólný (héldum með Heiðu of-kózzz)

Laugardagur til lukku...

*Maður var rifinn upp á asnaeyrunum klukkan 11 til að rækta sambandið við frændurna (æ nóv, búin að horfa aðeins of mikið á Dr. Phil hún Sól okkar sem kennd er við nýja...)
*Enn og aftur plataðar í ljós (Magga fékk að kenna á því, lá í ljósbekknum í korter og skildi ekkert af hverju kviknaði ekki á honum, hún fékk ekki mikinn lit þann daginn...)
*Enn og aftur var fótbolti, í þetta skipti 4 á móti 4 (maður var ekkert að gera einhverjar gloríur sökum harðsperra og rauðvíns-drykkju...)
*Löng sturta, bjór og Möggu-málning á killer lúkkið
*Fordrykkur, aðaldrykkur, millidrykkur, eftirdrykkur, eftir-partý-drykkur (þið getið rétt ímyndað ykkur stuðið á blótinu þegar gert var grín af Sólný og hinum íturvaxna en lágvaxna Sveini Ara. Svanhvít lenti í hörku riflildi við sjóara nokkurn sem harðneitaði að trúa því að hún væri fertug, Magga gat varla skipt um skoðun þar sem hún var umvafin karlmönnum sem hafa ekki séð flotta brúnett lengi, J-Lo fékk bara að dansa við afa sinn og engann annan og síðast en ekki síst þá var Gísli "das gleraugna-man" mættur á svæðið með býflugu-gleraugun sem undirrituð var sjúk í...)
*Löngu eftir sólarupprás skiluðum við okkur í hús, íklædd bygginga-manna-verka-manna-galla (sem ég fékk góðfúslega lánaðan hjá Sæfaranum þar sem kludabolinn var að gera út af við mig...)
*Seinnipartinn var svo bragðað sér á hreindýrabollum (sem ég var að frétta að kostuðu bara morðfjár og auðvitað brögðuðust þær því mun betur!...)
*Torfæra á HORNUM, STRÖNDUM eða SÖNDUM, whatever (sáum margt merkilegt, meðal annars fyrirbæri sem heiti GLITSKÝ (með fyrirvara um stafsetningavillur)...)
*Svo var bara henst upp í vél og brunað heim...

Vil bara þakka Sólný, Svenna og strákunum fyrir frábæra helgi og audda ömmu fyrir heilræðin, afa fyrir dansinn, Svanhvíti fyrir skemmtilegt orða val (fór hann ekki svona inn??), Möggu fyrir aðhlátursefni og killer-lúkkið og síðast en ekki síst Djúðavogsbúum fyrir að klikka aldrei á blótum;)

Farin að læra fyrir próf, skúra, gera fyrirlestur og skalla veggi

J-Lo has left the building. Over and out.

Engin ummæli: