sunnudagur, janúar 23, 2005

Hvað ætlum við að gera í kvöld... VAKA!!!!

Það sem maður lætur plata sig út í... Jæja gott fólk þá er búið að landa fyrsta liðnum í kosningabaráttunni um forsetaembætti Íslands árið 2024 með viðveru minni á lista VÖKU til Háskólafundar, er þar í gömlu góðu tölunni minni, 10. sæti. Fyrir ykkur sem hristið hausinn og haldið að núna hafi ég endanlega óverdósað á brennslutöflu-áti, þá vil ég bara segja mér til varnaðar að þetta er meira svona félagslega hliðin sem kallar á mig frekar en pólitíska hliðin og ég er ekkert að fara að standa á Austurvelli og mótmæla eða neitt solleiss. Bara smá háskóla-pólitík fyrir ferilskrána, fyllerísferðirnar og ætlun mína að verða forseti Íslands árið 2024 ;)

En annars hefur það gengið á í lífi mínu að ég fékk svía nokkurn í heimsókn sem þjáðist af söng-fóbíu, too bad fyrir hann því við fórum nottla í sing star og hann drakk sig bara í hel og fann sálina yfirgefa líkamann áður en hann tók upp mækinn og lét Bob Marley snúa sér við í gröfinni með no woman no cry... kvöldið hjá honum endaði svo með smá kríu inná klósti á Hverfis og reikning upp á nýja klósettsetu...

Framundan er lærdómur, VAKA, hreyfing, Hollywood kúrinn, spítalalega og Þorrablót á Djúpavogi...

ætla svo að enda þetta á því sem ég man af fjagra tíma fundinum á Nesjavöllum um helgina

-VAKA LÆTUR VERKIN TALA-

við erum gulir og glaðir í senn, í VÖKU eru baráttumenn, við skorum og skorum hjá keppinautum vorum og sækjumst í sigrana enn...

er ég ekki fæddur pólitíkus????

Engin ummæli: