miðvikudagur, janúar 05, 2005

úú... that´s SHOCKING!

Byrjaði árið vel með stuðmönnum og skemmti mér konunglega á NASA í boði einhvers karls sem fékk þá flugu í hausinn að bjöða öllum Íslendingum á ball, skemmti mér meira að segja svo vel að á öðrum degi þessa árs sá ég svo suðmannamyndina en eftir þá útreið ákvað þá að núna væri nóg komið af mönnum sem kenndir eru við stuð, enda var ekki mikið stuð að finna í þessari mynd. Þvílíka og aðra eins steypu gæti ég sjálf ekki einu sinni búið til...

En að léttara hjali. Ég er loksins búin að greiða skólagjöld í þágu íslenska ríkisins, 32 þúsund kall þeink jú verí plís og er þar með skráð til B.A. náms í spænsku. Mín fyrstu spor í háskólanum sem kenndur er við ísaland voru ekki góðvænleg frekar en önnur spor mín þessa dagana. Þetta byrjaði þannig að ég ók algerlega sjónlaus frá Borgarspítalanum þar sem læknar hömuðust við að setja puttann á Óskari bróður saman eftir að hann missti um 5 millimetra af honum við löndun um daginn og ákvað nú að nota tímann meðan á öllu þessu stóð, tók bara bílinn hennar mömmu og dreif mig uppeftir á meðan að þau biðu eftir seinagangi læknanna. Þið eruð eflaust að velta því fyrir ykkur af hverju ég sé sjónlaus, en jú, það er ekki allt sem sýnist og ég er í raun komin með -2.75 á báðum og hef hingað til harðneitað að vera með gleraugu og því helgað öllu sparifé mínu kaupum á rándýrum linsum, og vegna óbilandi gleymsku minnar þá sef ég nánast á hverri nóttu með þennan óþverra í augunum. Nú er svo komið að augun sögðu einfaldlega nei og tóku upp á því að verða jafnrauð og skotin skólastelpa. Ég keyrði því hring eftir hring um hringtorgið, leitandi að aðalbyggingu háskólans, sem á venjulegum degi er auðfundin. Eftir nokkur flaut frá reiðum ökumönnum þá tók ég sjénsinn og beygði blessunarlega út á réttum stað. Fyrir algjöra tilviljum fann ég svo réttu bygginguna, þó svo að það hefði kostað mig tvö umferðarlagabrot, virti ekki stöðvunarskyldu og fór inn einstefnugötu. Svo þegar ég lagði loks drekanum þá fór ég út úr bílnum, stóð varlega upp og dró djúpt andann, kippti pappírunum og kortinu með og hélt brött út í mitt nýja líf. Rétt fyrir framan bygginguna tek ég svo upp á því að stíga á klaka nokkurn sem eins og ég segi, á venjulegum degi ég myndi sjá. Ég tek líka svona skemmtilega dýfu og lendi beint á viðkvæmu rófubeinsbroti frá yngri árum og stend svo skömmustulega upp og verð jafnrauð í framan og augun gefa til kynna. Eftir mikið pepp frá sjálfri mér, hafði ég mig svo loks í það að ganga inn aðaldyrnar og skrá mig til náms. Það gekk blessunarlega vel fyrir sig og ég er því skráð til náms í eftirfarandi greinum:

Heimspekileg forspjallsvísindi
Saga Rómönsku Ameríku
Bókmenntir 19. og 20. aldar
Ritþjálfun

maður fær bara vatn í munninn:) hehe

En jæja þið eruð eflaust löngu komin með leið á þessu, bið að heilsa heim og þá sérstaklega Ágústu Sigurrós sem hélt út í heim, eða til Sverige sem au-pair. Þar mun hún reyna að standast uppábrettar skálmar og vaff-hálsmál svía-grútanna. Ég hef bara eitt við þig að segja... Kjööööööööööööt

þangað til næst, Lafa linsu-bani




Engin ummæli: