miðvikudagur, desember 29, 2004

What you say?

Gleðileg jól, ofát og áramótaheit þið ykkar sem enn hafið trú á blogghæfileikum mínum. Jólin hjá mér hafa að mestu farið í að hrella frændfólk mitt með endalausum hittingum og tilraunum til að dansa fram á nótt sem oftar en ekki enduðu á mér beilandi eins og ég fengi borgað fyrir það...

Og ég er sko alls ekki hætt. Þann 30.des er komið að uppgjöri okkar frænkna og munum við leggja af stað klukkan sautjánhundruð í ævintýraferð sem enginn mun sjá eftir að hafa spreðað í. Það eina sem við í nefdinni megum láta uppi er að vera tilbúinn klukkan fimm í "S" þema dressinu sínu, og muna aukastig fyrir karakterinn... þó svo að tvibbinn minn sé ekki sú sjóaðasta í því að tala ekki af sér, til þess að gera leikinn skemmtilegann, vinsamlegast ekki tala við hana um óvissuferðina, komið beint til mín:)

Að öðru leiti er ekki mikið sem á daga mína drífur, er ennþá ákveðin í að missa fimm kíló og bjarga heiminum.

Þangað til næst, au revoir...

Engin ummæli: