fimmtudagur, desember 16, 2004

Komiði sæl nær og fjær!!!!!!
Manga heiti ég og er tvíburasystir Löfunnar, gestaritari í dag! Já elsku krúsí músí okkar er komin heim og brosi ég allan hringinn þessa dagana (nema þegar hún talar við aðra)! Ég var svo spennt að fá hana að ég var búin að gera allt klárt á Þórsgötunni okkar 29.kaupa sófa, bollastell, rúmföt, seríur, svo er ég búin að koma öllu því sem á að vera í herbergjunum í herbergin (með kannski smá hjálp héðan og þaðan)! Magnað!! Takk fyrir það... :)

Við gerðum svo kræfar að hafa smá stelpu sukk þarna um daginn. Eftir verslunarferð í smáralindina fórum við vinkonurnar uppí þessa alræmdu íbúð og vaxaði ég liðið, þær voru misloðnar elskurnar en við ræðum það ekkert hér..hehe
Við ákváðum svo að poppa eins og gerist og ég í mínu sakleysi setti popppokann í örbylgjuofninn og á 5 mín (eins og ég hef alltaf gert í gegnum ævina). Eitthvað eru örbylguofnarrnir orðnir eilítið kröftugari en þegar hún Ágústa Óskarsdóttir keypti sinn í Efstahraunið á sínum tíma. Ólöf okkar "háskólanemi" fanst tími til kominn að tékka á poppinu eftir að það voru heilar 2 mínutur síðan hún heyrði síðasta poppmaisinn poppast! Jú viti menn það var kominn reykur í ofninn og allt að farið að loga.. þá lét Ólöf mig pent vita að poppið sé örugglega að brenna!! Thanks a lot!!!! haha Íbúðin angar enn af ógeðslegu poppbrennslu lykt!

Já allavegna, vonandi að hún Lafa skafa fari að taka við sér og henda alltaf línu hér inn daglega.. ef hún finnur tíma til þess þ.e.a.s. ég er með hana í panti fram að Jólum, ströng dagskrá skal ég ykkur segja!!! :)

arrivederci amici miei, a presto..speriamo!! :)

bæææóóóó krúttulínur
Magga Stína Rokk


Engin ummæli: