sunnudagur, desember 19, 2004

Aksjón..

Já aksjón var það sem talnaspekingurinn og læknamiðillinn sagði við mig. Mikið aksjón, mikið fjör. Tja ekki kvarta ég því það er víst allt bjart framundan. Hann skammaði mig heldur ekkert fyrir ofdrykkju, ofát, ofur-heimsku eða ofsalega vitleysu. Non of the above. Heldur sagði hann mér frá prinsinum á hvíta hestnum og að ég verð EKKI flugfreyja sem segir fólki að spenna beltin og æla í poka, heldur á ég eftir að fara á milli þorpa og sjá fátækt fólk. Kannski hann eigi bara við mig farandi á milli Grindavíkur og Reykjavíkur að heimsækja bláfátækar vinkonur mínar?? Who knows.

En annars er bara allt að vera tilbúið fyrir jólin, ekki það að ég hafi verið að kafna í verkefnum.. Þetta er bara eitthvað sem allir segja svona rétt fyrir jólin...

En jæja, núna ætla ég að fara að koma mér í sunnudagsleikja fílinginn og hlamma mér fyrir framan imbann og horfa á enska.

Lifið heil.

Engin ummæli: