föstudagur, desember 17, 2004

Vil byrja á að þakka gestaritaranum Möggu Stínu Rokk fyrir skemmtilegan pistil, og svona til að leiðrétta allan misskilning þá var það ekki ég sem brenndi poppið og var loðnust... Eins og svo oft áður þá má skella skuldinni að þessu sinni á Möggu og hana Gerði Björgu...

En ég náði loksins að klára þessa ritgerð sem ég var í mesta basli með og sendi hana til Ameríku fyrir um fimm mínútum síðan. Viðurkenni alveg að ég hef skrifað þær betri í gengum árin, en ég kenni flugþreytu og ofáti um.

En þá er það bara næsta skref í lífinu: FARA TIL MIÐILS. Á að mæta klukkan þrjú í dag og er sko búin að fara til prestsins og játa allar mínar syndir svo að hann komist ekki að því að ég keyri of hratt, borða óhollt, drekk of mikið og hef oft sagt hvíta lygi... Læt ykkur vita á hverju ég megi eiga von á næstunni, kannski hann segji mér bara hvað ég verði þegar ég verð stór, það er aldrei að vita;) hey og kannski ég nái að múta út úr honum lottótölurnar...

Jæja, farin í ræktina og halda upp á ritgerðarlok. Magga er víst búin að hreinsa út bílskúrinn hjá ömmu Möggu og búin að hengja upp alls konar dauð blóm, koma fyrir syngjandi borðum og rósóttum dúkum.

Pís át.

Engin ummæli: