miðvikudagur, janúar 05, 2005

Það er ekki nema von að maður spyrji sig

Ég rak upp stór augu þegar ég sá þetta á mbl.is:

"Segist ekki vera J-LO"
Vesalings Jennifer Lopez vill að allir hætti að kalla sig J.LO., hún sé nefnilega engin J.Lo heldur Jennifer. „Ég er ekki J-LO, hún er ekki til í alvöru. Hún var bara grín sem varð dálítið klikkað. Ég hef aldrei verið önnur en Jennifer,“ sagði hún. Hún vill að allir gleymi hugtakinu J-LO og Jenny gengur heldur ekki þrátt fyrir að hún hafi eitt sinn gert lag um sig sem hét Jenny úr blokkinni, eða Jenny from the block, að því er fram kemur á vefmiðlinum Ananova.


hvað varð um trausta blaðamennsku?? svona stórfréttir birtast án þess að kjaftur nefni þetta við mig, hina upphaflegu J-Lo?!?

Ég vil bara koma því á framfæri að ég bý ennþá í "blokkinni" og aðeins þeir nánustu fá að nota "Jenny" og "J-Lo" er sko ennþá til sem sannast með tilvist þessarar síðu.

Æm still æm still Jenný from ðe blokk

Engin ummæli: