mánudagur, febrúar 07, 2005

Haldiði að samviskan hafi ekki rifið mig upp fyrir allar aldir (klukkan SJÖ í morgun) og sagt mér að fara upp á national book barn að klára fyrirlesturinn sem ég var búin að fresta fram á síðustu mínútu, hef sko alltaf haldið því fram að allar verlauna ritgerðir og fyrirmyndarblaðamennska gerist korter fyrir skilafrest...

En hvað sem því líður þá náði ég sem sagt að komast ágætlega frá þessu ásamt með-fyrirlesurunum mínum og er þar með búin með 20% af þessum tíma. Bara prófið eftir, gæti þess vegna skrópað fram að prófum og reynt að slefa upp í fimm (annað eins hefur nú gerst, nefnum engin nöfn;)

Ritgerðin var allt annað mál og ég náði að múta kennaranum með kippu af bjór ef ég fengi að skila á miðvikudag. Er ekkert ofsalega stressuð því að ég trúi því að hversu léleg sem ritgerðin verður, að ég fái allavegana fimm fyrir að skila ?? :)

Fór svo í þriggja tíma út-berslu með Bjöggu frænku (VÖKUBLAÐIÐ ER KOMIÐ ÚT OG ÞAÐ ER MYND AF MÉR!!) og vil bara þakka henni kærlega fyrir hjálpina...

með æpodinn og Hjálmar í eyrunum kveð ég í bili og er farin að vinna mér inn bjórpening fyrir komandi helgi (sem byrjar eins og allir vita á miðvikudaginn!!)

og svona smá heilræði fyrir asna eins og mig sem virðast aldrei geta gert neitt rétt og eiga ekki von á akademískum frama í Háskóla Íslands...

it´s not whether you get knocked down-it´s whether you get up (Vince Lombardi verður vitlaus yfir ritstuldinum núna...)

ha drekinn??

Engin ummæli: