þriðjudagur, júní 30, 2009

Þar sem að það eru aðeins 16 dagar í það að ég sýni fyrrum háskóla böddýum líkamann á ströndum Norður Karólínu ákvað ég að skella mér að hlaupa í morgun og þar með reyna að bjarga því sem bjarga verður hvað bíkíníform varðar...

Með stýrnar í augunum hélt ég niður Eiríkssgötuna, hljóp Hljómsskálagarðinn við mikinn fögnuð krakkanna í vinnuskólanum og endaði svo á dauðabrekkunni sem liggur upp að Þórsgötunni (var alltíeinu að fatta ég hef ekki hugmynd hvað þessi gata heitir...) Þegar ég er svo alveg að komast að Gesthúsinu Sunnu sem er beint á móti heima mæti ég rosknum rútubílstjóra með fulla rútu af ánægðum og forvitnum túristum sem kallar á mig "Þetta er erfitt er það ekki?" ....júú segi ég vandræðaleg og átta mig á því að andlit mitt er orðið átakanlegt, það er rautt, hvítt og fjólublátt í bland. "En hressandi, er það ekki?" ...jú segi ég vandræðaleg og staulast inn í hús með augu túristanna á herðum mér...

Ekki nóg með það að fólkið úti hefði áhyggjur af mér þá hljóp hundurinn að mér þegar ég kom inn og sleikti mig alla eins og þetta væri mitt síðasta...

Spurning um að hlífa samborgurunum og hundum við sjónina á mér við íþróttaiðkun, enda er ég löngu búin að missa það og næ aldrei sjáanlegum árangri á 16 dögum...

Held ég reyni þennan kúr í staðinn...

eigið góðan þriðjudag..

Löfus Rönnímös

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég lenti líka í þessu á fótboltaæfingu í gær,,,var svona hvít, bleik og rauð í framan haha og mikill sviði í lungunum haha :)
Kveðja Valgerður

Lafan sagði...

hahaha er það... þetta kemur fyrir besta fólk sé ég :) held mig við beer diet !!

Nafnlaus sagði...

Já ég ætti kannski bara að hætta þessu væli um að hætta að drekka og vara á teqila diet ;) haha
Kv Valgerður