þriðjudagur, október 30, 2007

Jaeja thá eru tónleikar aldarinnar búnir.
Ég segi tónleikar aldarinnar af tveimur ástaedum. Í fyrsta lagi voru thetta sídustu tónleikar hinnar mognudu sveitar Soda Sterio, sem eru Police theirra Argentínumanna. Í odru lagi maettum vid á svaedid klukkan fimm, en fók hafdi bedid í rod sídan klukkan eitt. Tónleikarnir byrjudu svo ekki fyrr en klukkan 21:00, um klukkutíma á eftir áaetlun, thví ad upphitunar hljómsveitin frá heimabaenum Guayaquil stútadi sándinu med einu af tveimur logunum sem their tóku. Heyrdist ekkert í theim og leikvangurinn oskradi reidur, NO SE OYE! (heyrist ekki rassgat...)
En svo komu their á svid og vard enginn fyrir vonbrigdum. Vid Bobby hoppudum og skoppudum med og hreyfdum varirnar líkt og vid kynnum login... Mjog skemmtileg lífsreynsla- Ekki var selt áfengi á stadnum, en eins og alls stadar voru prúttnir solumenn longu búnir ad smygla "brennivíni" theirra Ekvadora inn og seldu thyrstum gestum fyrir mordfjár, ein flaska sem kostar 1 og 1/2 dollar út í búd fór á 15 dollarana... eda svo frétti madur :)
En eftir tónleikana aetludum vid svo ad skella okkur út á lífid, en komumst fljótt ad thví ad svo aetludu 60.000 manns einnig ad gera, svo vid héldum heim á leid í riiiiiiiiiisarúmid okkar og flatskjáinn sem er algjor lúxus á thessum slódum og thad er skemmst frá thví ad segja ad vid héldum okkur á hótelinu thar til flugid til Quito kalladi, nema thegar vid plotudum Ingibjorgu í Thrívíddarbíó á Harry Potter, sem var svo á spaensku... hehe. Úpps...

En í dag var fyrsti dagurinn minn í nýju vinnunni. Ég er sem sagt ad vinna á munadarleysingjaheimili, hugsa um born, kenna ensku, fara í sund med theim og bara allt! Í dag vann ég med fjolfotludum bornum sem voru skilin eftir á sjúkrahúsum eftir ad upp kom um fotlun theirra. Á morgun mun ég svo vinna med nýfaeddum krúsidúllum, skipta um bleiur og svona, en thessi born hafa verid skilin eftir á vídavangi, thau gefin til aettleidingar af thví ad foreldrar maedrann voru ekki hlynnt óléttunni, eda ad foreldrar barnanna eru í fangelsi. Ég er kollud Tía Ólof, eda Ólof fraenka og finnst theim mikid til koma ad ég sé ekki med kolbikassvart hár eins og thau!

En jaeja, farin ad gera mig reddý í raektina, ójá, vid erum byrjadar ad sprikla!
No vemos locos!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sælar stelpur alltaf gaman að lesa bloggið ykkar.. Alexandra systir er græn af öfund út af þrívídar harry potter ..:) híhí hún er sko mesti fan sem ég veit um algjörlega #1

Stolt af þér ólöf í þessu hjálparstarfi alltaf gaman að geta gefið af sér og gera góð hluti :)

bið kærlega að heilsa ykkur í bili og hlakka til að fá ykkur heim brúnar og sætar og útur spriklaðar. adios!

Nafnlaus sagði...

Hehehe já ég öfunda ykkur ekkert smá :D Og ekki bara út af Harry Potter dæminu :p Það er ömurlegt veður hérna þannig um að gera að njóta þess að vera þarna úti :D það snjóaði hérna í gær og eitthvað . . . En skemmtið ykkur úber vel :D

Nafnlaus sagði...

hey glæsilegt að þið séuð farnar í ræktina...þá verður þú tilbúin 19. des í boltann ;)

Nafnlaus sagði...

Oooo ég öfunda þig að vera að dúllast í þessum litlu börnum ;)

Nafnlaus sagði...

mjog ahugavert, takk