fimmtudagur, október 25, 2007

svona rétt ádur en vid holdum til Guayaquil á tónleika aldarinnar hérna í Ekvador, thá aetla ég ad koma med smá "highlights" frá lidnum dogum.

*Á fostudaginn sídasta ákvad ég ad paejast adeins og fara í svona smá haelaskó. Ég hefdi ekki getad valid verri dag, thví úrhellisrigning setur strik í lúkkid og valtandi dama med regnhlíf gengur nidur bratta gotuna thar sem íbúd okkar er ad finna. Ingibjorg gengur vid hlidina á mér og er skeptískt á svip thegar vid gongum nidur brattasta hlutann, enda hefur hún ástaedu til, thví tharna flaug ég á hausinn fyrir um mánudi sídan. Ég er varla búin ad sleppa ordinu thegar ég skransa med faetur upp í loft, regnhlífin fylgir á eftir og ég lendi svona skemmtilega á veskinu mínu ad snakkpoki og bodylotion sprungu med tilheyrandi látum. Ingibjorg var fljót ad hugsa og hoppadi upp í loft líka, thví annars hefdi hún endad ofaná mér. Rennandiblaut hentumst vid svo inní leigubíl og hef ég ekki thorad í thessa skó í bleytu sídan.

*Nú svo ad íbúdarmálum. Thid vitid ad thad er ólýsanlega vondur keimir sem umlykur hana. Nú, svo erum vid farnar ad finna alls kyns poddur út um allt, alveg steindaudar!! Kannski thad sé lyktin, ég veit thad ekki! Thad nýjsta nýtt, fyrir utan Skúla skítalykt (klósettid) og Gulla gedveika (sturtan) er thad ad vid erum vissar um ad thessar fronsku gellur sem bjuggu hérna á undan okkur hafi verid nornir og lagt okkur og íbúdina í álog. Í fyrsta lagi ákvad thjófavarnakerfid ad pípa látlaust í klukkutíma án ástaedu. Svo er íbúdin ýmist alltof heit eda alltof kold, og í engu samraemi vid hitann úti. Vonda lyktin tekur stundum kippi og magnast, oftast thegar hryllingsmynd er í taekinu. Í fyrradag brotnadi svo glas ed thví er virtist án ástaedu (held thví samt fram ad sumir hefi rekist í thad) Í fyrrinótt var mér svo mikid mál ad pissa ad ég vard ad fara á klósettid klukkan 3:20. Eitthvad stód hurdin á sér og ég tosadi og tosadi. Neibb. Ekki haggadist hún og ég var laest inní herberginu mínu í fjóra tíma ádur en ég nádi ad vekja sleeping bjútí (bobby!) Nú á medan ég beid tholinmód eftir ad thad vaeri opnad fyrir mér thá ákvad ég ad líta adeins út um gluggann á sofandi borgina. Fyrir mér blasti risastór svartur fugl, STEINDAUDUR á gluggakistunni! Hvenaer eda hvernig hann dó er algjor rádgáta, en ég man ad um morguninn ádur hodfum vid vaknad vid fuglasong sem virtist vera thaulaefdir tónleikar, slíkir voru taktarnir. Ingibjorg var ekki eins thakklát og ég fyrir songinn og hún nefndi ad ef hún aetti byssu thá myndi hún skjóta thessa elsku. Hún segist ekkert med dauda hans ad gera, en audvitad er hún grunslamleg...
Hann er ennthá tharna á gluggakistunni thar til einhver karlkyns kemur ad taka hann. Hver vill??

*Thannig ad thetta er allt hid furdulegasta med okkur hérna megin á hnettinum og erum vid thví stadrádnar í ad skella okkur í helgarferd sudur til Guayaquil í hitann og á stórtónleika Soda Sterio. Svo var ég ad finna frábaert hjálparstarf um 12 mín frá húsinu okkar, hjá samtokum sem heita ELEP (ecuadorain learning educational programs) og mun ég vera ad vinna med gotubornum í Quito og í skóla fyrir fátaek born sem ég mun kenna allt á milli himins og jardar! Ingibjorg fer svo í skóla í 4 vikur og ef hún er ordin nógu gód thá má hún koma og hjálpa mér ad kenna!

Jaeja, farin á matreidslunámskeid í thjódarréttinum "Ceviche"
lifid heil

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hehehehehe .....jiiii þetta er bara ein ráðgata ...ég lendi í því fyir 2 dögum að þegar ég var að fara sofa ..slökkti ljósin og palli var í sturtu ég leggst á koddan og slekk ljósið og 2 min seinna kveiknar á því aftur og ég sver að þetta er satt ... : / ég held að það séu til draugar ! svei mér þá :) góða skemmtun á tónleikunum og það er á hreinu að ég kem með í næsta ævintýri ;)

Nafnlaus sagði...

haahah spúkí spúkí!!
Ég segi að Ingibjörg hafi drepið fuglinn!!
:D

Nafnlaus sagði...

Eg drap ekki fuglinn!!! SVER TAD
AEtladi ad handrota einhver he...... hana um daginn sem byrjadi ad oskra kl 6 um morgunin til 10 thrja daga i rod!!! en eg var stopu i hurdini og bent a ad eg yrdi orugglega skotin af eigendunum hanans svo eg blotadi honum bara i stadin fekk allveg jafn mikla utras ur tvi eda tannig!!!!