þriðjudagur, júlí 20, 2004

Ravis and Travis...

Long time no see. Vona að helgin hafi verið ykkur eins góð og mér. En ég lagð af stað í túr á laugardaginn, ekki útreiðartúr, drykkjutúr, blæðingartúr eða ferðatúr, heldur sólbaðstúr. Tók þjrá og hálfan tíma í lóninu á laug + það að sitja úti í svona klukkutíma og á sunnudaginn bætti ég um betur og tók einn og hálfan tíma í lauginni, tvo og hálfan í lóninu og svo tvo tíma á æfingu!!! Vaknaði reyndar á mánudagsmorgninum eins og rúsína, ekki svona sæt rúsina, heldur eins og alvöru rúsina. Thank god að ég sé að fara að vinna alla vikuna til 4 og æfing strax eftir það svo ég endu nú ekki eins og verðandi nafna mín djúpa... þið fattið þetta sem eruð hreinræktuð ;)

En á laugardaginn datt ég í smá pakka with my brother in crime og fékk mér einn pilla í tilefni dagsins (Hæi maður Anítu frænku minnar vann golf mótið hjá GG í sínum flokk... það er allt notað sem afsökun til þess að fá sér í tána, en það var bara önnur í þetta skiptið) Við enduðum svo á Cactus Restörant með meiru og skemmtum okkur alveg konunglega. Gústa frænka á hönk í bakið á mér fyrir að redda hlutunum snemma á sunnudagsmorgun, takk fyrir það Gústa mín. Kannski ég finni röddina þína við tiltektir í vikunni.

Á sunnudaginn fór ég svo í langþráða bíóferð með Bjöggu frænku sem var að koma úr leiser aðgerð og sér án gleraugna í fyrsta skipti á ævinni, til lukku með það! En við sáum Raising Helen, sem var ágætis afþreying en ekkert sem ég myndi bjóða hönknum mínum upp á... Kannski var það bara fría poppið í Lúxus sem heillaði mig svona, veit ekki....

Og í gær, mánudag unnum við í Fjölni, eða þær réttara sagt því að ég er bara sýningardýr á bekknum þessa dagana og er að rústa leppindrykkjukeppninni, en já fyrsti sigurinn í höfn, 1-0 á móti Stjörnunni og lyftum við okkur úr botnsætinu alveg upp í það næst neðsta.. haha.

Seinna heimalingar...

Engin ummæli: