mánudagur, ágúst 18, 2008

Jæja þá er maður búinn að skila af sér enn öðru kanaparinu, en hermennirnar fóru af landi brott í dag, hæstánægðir með geðveikishátt Íslendinga og rándýra bjórinn.

Það er alltaf svo hollt og gott að fá einhvern frá öðru landi í heimsókn til manns til að sjá þessa skemmtilegu hluti í lífinu sem venjulegur Íslendingur gleymir í hinu daglega lífi.

Í fyrsta lagi fannst hermönnunum Íslendingar bandbrjálaðir ökumenn, en það sem besta var þá fannst þeim allir svo gríðarlega umburðalyndir og þolinmóðir gagnvart hvor öðrum, enginn bibaði eða hljóp út og öskraði á hinn ökumanninn og fólk gerði í rauninni það sem því sýndist án þess að löggan tæki mann eða reiður ökumaður skyti mann...

Bjórverðið fannst þeim himinhátt en alveg magnað hvað öllum var eiginlega sama, ekki minnkaði bjórsala landans við það!

Við keyrðum þá á Bessastaði og sýndum þeim Hvíta Hús klakabúa, þeim til mikillar furðu mátti fara inn fyrir og smella mynd af þeim á stéttinni, en í þeim töluðu orðum skundaði Óli forseti framhjá í sunnudagsbíltúr á Land Cruisernum sínum, alveg aleinn og óvarinn!

Eitt kvöldið skelltum við okkur svo á Tapas barinn þar sem við biðum tímum saman eftir matnum okkar, ömurleg þjónusta og lala matur, en enginn kvartaði!

Þeim fannst magnað að sjá svona margar íslenskar konur drekka bjór eins og hver annar karlmaður og þolinmæðin í fólki á börum Reykjavíkur var óendanleg, sama hver hrinti hverjum úr vegi eða steig ofan á tærnar á manni, það brostu allir út í eitt og héldu ligeglaðir áfram sinn veg.

Þeir gagnrýndu hins vegar eitt, hvað vegirnir eru illa merktir og hvað fólk er illa að sér í vega-heitum. Ég gaf t.d. Tomma leiðbeiningar um hvernig á að komast frá íbúðinni í 101 á Þingvelli. Ég gaf greinargóða lýsingu (að ég hélt) en komst að því seinna um kvöldið að ferðin hafi tekið 3-4 klukkutíma!!!

Dæmi hver fyrir sig...

Annars varð hún mútta 50 um daginn og Bobby er 26 á morgun... öss!

Til hamingju með þetta stúlkur mínar, vil enda þetta á ástarkveðjum til þeirra...

lifið heil

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk elskan og smá leiðrétting þá varð ég 19 í dag ekki 26 bara svo þú vitir það;)

Unknown sagði...

Til hamingju með múttuna þína ;) já það er alltaf gaman hvað útlendingar geta alltaf verið jafn mikið hissa á okkur íslendingum...hehe

já ingibjörg alveg rétt þú kemst ekki einu sinni í ríkið ennþá ;)