sunnudagur, maí 21, 2006

jæja kæru pennavinir og aðrir innskotsmenn. Síðast þegar ég settist niður og hripaði nokkur orð til ykkar var ég stödd í höfuðborg evrópu, sem vart þarfnast kynningar (en þar sem ég þykist nú þekkja suma vini mína þá ætla ég samt að gera það), Brussel. Nú er öldin hins vegar önnur og mun mig vera að finna í fitubollu-höfuðlandi heimsins, Ameríku. En ekki mun ég vera stödd á mínum vanalega stað í fylki sem kallar sig minnisóta, heldur er ég komin niður til suðursins með "trailor-trashinu" í öllu sínu veldi í norður karólínu. Eftir hina margfrægu útskrift Löfunnar, þar sem vart var þverfóta fyrir Íslendingum og öðrum heimalingum í heimsókn hjá undirritaðri, þá tókum við krakkarnir okkur til og keyrðum 22 tíma stanslaust til áðurnefnd staðs þar sem við munum eyða næstu viku í standhýsi nokkru í hjarta bæjarins "surf-city" eða brimbretta-víkinni í húsi sem er einmitt akkúrat á ströndinni. Heiðursfélagi ferðarinnar er að sjálfsögðu Óskar Pró og er áburgarmaður ferðarinnar Wissler mágur þar sem við Magnús Oppenheimer erum engan veginn tilbúin í svona hlutverk.

Hitinn er eitthvað um 30 stig og sólin lætur sig ekki vanta í partýið. Öldurnar eru á annan metrann og flestir ameríkarnar eru í þykkari kantinum hérna fyrir sunnan og Lafan bara í drullugóðu bikíni formi miðað við aldur og fyrri störf. En svona til að minnast á ábyrgðina sem ætti alrei að vera í mínum höndum, þá bar ég einmitt sólaráburð á hann bróðir minn fyrsta daginn og er skemmst frá því að segja að bakið á honum er rauðdoppótt með hvítri áferð...

En annars fór útskriftin vel fram, enginn datt, ekki einu sinni ég, en þar sem hún fór fram að degi til þann 13. þá þurfti ég auðvitað að hlamma mér á skærgrænt tyggjó í rándýra þjóðbúningnum og á meðan að á ræðuhöldunum fór og þar til röðin var komin að mér að taka við diplómanu þá sat ég hálfvandræðaleg svona hálf á stólnum og týndi burt helstu blettina svo ekki sæist skærgrænt tyggjó á afturendanum á mér. Sú varkárnisvinna og smávinna tókst vel til og til allrar hamingju sást það ekki þegar ég gekk upp á svið. Fjúkket eins og einhver myndi segja...

Nú, svo verðum við hérna í brimbretta-vík til miðvikudags og höldum þá áfram til Washington þar sem faðir Wisslers, sem er hershöðingji í landgönguliða hernum og er nýkominn frá Írak er búinn að plögga túr um Pentagon og annað skemmtilegt! Hver veit nema ég fái loksins að sparka í punginn á Bush í hvíta húsinu, hver veit!!

En svona að lokum þá vil ég bara koma því að að við vorum í einhverju teiti uppi á velli þar sem fyrrnefndur faðir býr og hver haldiði að hafi verið þarna að drekka budweiser, enginn annar en Carleton úr Fresh Prince og til að gera langa sögu stutta þá fékk ég mynd af J-Lo með hinum margumfræga Carleton og um leið og innstungan úr myndavélinni í tölvuna finnst þá verður hún sett inn...

...og nei hann lét mig ekki fá númerið hjá Will Smith, bannsettur...

jæja farin að halla mér, erfiður dagur á ströndinni í brimbrettaleik á morgun

bið að heilsa og lofa að vera duglegri að blogga. miss jús alles

Ólöf Daðey bloggar frá Norður Karólínu

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahahahah þú ert bara fyndin! ASAP með myndirnar hahaha
"No no no Asley that's me, IIII'm pothetic!!!" hahah
kiss kiss og knús og allt það miss you tooooo!

Lafan sagði...

hahaha a TOWN risk???? ahhhhhh at OWN risk haha

Nafnlaus sagði...

Frensh Pince In Bel AIr !!! hahaha

En innilega til hamingju með útskriftina. Ótrúlegt að ekkert merkilegra hafi "skeð" hjá þér á útskriftardaginn nema smá tyggjóklessa !!! Ég hélt þú gætir kryddað þetta miklu betur ;) híhíhí

Og þú mátt sparka fast í punginn á Bush ef þú hittir hann. Hann á það alveg skilið finnst mér.

Lafan sagði...

haha, já alveg hreint ótrúlegt að maður skuli hafa komist heill í gegnum þetta:) held að það hafi verið andlegi stuðningurinn frá íslendingunum :)

og bush... já kick hiss butt!