fimmtudagur, júní 08, 2006

ég er komin heim í heimadalinn...

juuuuuuuuuup ég er mætt á svæðið. lenti kl. 6.05 í morgun og hef verið að reyna að ná áttum síðan:) ég er ekki búin að finna símadótið mitt en með guðshjálp þá ætti það að gerast á næstu tuttugu tímum.

skellti mér á æfingu í dag, ekki mín besta frammistaða.. en önnur var sagan á róðraæfingunni þar sem við katla sif vorum svakalegar, nei lygi, en við duttum ekki útí og hvolfdum ekki bátnum.

en fyrir ykkur sem eruð að velta fyrir ykkur hvað í andsk... ég sé að gera á róðraæfingu þá er hin heimsfræga sjóara-síkáta hátíð að fara í gang sem verður án efa glæsilegri með árinu og var ég sjálfskipuð í lið vísis (bæsept bebe)og fer keppnin fram á laugardaginn. en svo er fjöldasöngurinn í salthúsinu annað kvöld og hann karl faðir minn mun njóta þess heiðurs að fá að stýra honum og það má bara ekki missa af svoleiðis skemmtun!

en já sum sé gott að vera komin heim, þó svo að 30 stigin í usa hafi ekki verið leiðinleg...

hilsen

2 ummæli:

Erla Ósk sagði...

Gott ad heyra ad thu komst heim heil a hufi... Eg er komin aftur til Minneapolis (fra Pittsburgh) og allt farid i sama farid: allt of mikid ad gera i vinnunni.

Heyri vonandi i ther (og ykkur) um helgina...

Lafan sagði...

jááá, hvernig voru kokteilboðin og fríu drykkirnir??????? alltaf svo erfitt í svona vinnuferðum:)

við hringjum frá bryggjuballinu í kvöld

luvzzzzzzz