sunnudagur, júní 11, 2006


hún ágústa sigurrós verður tvítug eftir um tvo tíma og vil ég hér með vera fyrst til þess að óska henni til hamingju og þakka fyrir ammilispartýið, ógisslega gaman og setning aldarinnar leit dagsins ljós í þeirri ágætu veislu:

ágústa labbar inn eftir að hafa verið að tjékka á reykingarfólkinu, sér okkur hin sitjandi í djúpum hugleiðingum og kvartar, "við óreyklausa fólkið erum svo leiðinleg!!"

fyrst hlæ ég svona og horfi á telmu sem þá skellir upp úr og segir, óreyklaus? hvort reykir maður þá eða ekki???

enn þann dag í dag er það ráðgátan ein og aðeins ágústa veit hvað í ósköpunum henni gekk til með svona tvöfaldri neitun eins og við háskólagengna fólkið köllum það:)

en sjómannadagurinn var í fýlu í dag og rigndi í allan dag, hvað gerir maður þá annað en að fara á ólsen í kef og rúnta með gufunum.com

fór svo á æfingu og hólý kanólý hvða ég er slök, arrrrrrfaslök. ég sit því hér í eymd minni með kók í einni og nammi í hinni og ætla að horfa á stelpumynd því það er það eina sem getur glatt mig á svona stundu.

alltíllæskíttíðigblééés

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahaha þetta var mjög fyndið!!!
Svo vorum við gufurnar ekkert að gufast upp er það.. þú háskólastúdent varst meira að segja farin að tala algjöra steypu!!!
Samt mikið hlegið, ógó gaman haha, það er svo gaman að hlæja haha

Lafan sagði...

já það er bara ekki verandi með ykkur gebbu, þið gerið mann hreinlega gegnsæjan og heimskan! samt eruð þið ógisslega skemmtilegar:)

Nafnlaus sagði...

HAHA !! ég var bara búin að gleyma hvað þetta óreyklausa-fólk væri leiðinlegt eða skemmtilegt hehe

Lafan sagði...

haha, þvílíkt ruglumbull! sjáumst í aðgerð á morgun:)