mánudagur, september 18, 2006



Fyrir nákvæmlega 24 árum gerðist eftirfarandi:

Afi Óskar kvaddi heiminn og í hans stað komu tvær ungar snótir. Allir bjuggust við tveimur strákum, pabbi var búinn að ákveða hvaða fótlboltalið hann ætlaði að senda okkur í (Grindavík að sjálsögðu) og mamma var komin með nokkur strákanöfn í huganum. Svo kemur að því að fæða, blúpps 14 merkur stelpa.... ææði hugsar pabbi, ein stelpa og einn strákur!! svo líða um sjö mínútur og obbobbobbb bossinn út fyrstur og svaka spenna í loftinu, ha? öööööööööönnur stelpa!!!

Jepps, þannig komum við í heiminn, lafan fyrst og svo maggsan með rassin á undan. Ekki fékk pabbi strákinn þá, en við gerðum honum svo sannarlega til hæfis með að stunda knattspyrnu með Grindavík, alveg eins og hann var búinn að plana :)

Annars héldum við upp á afmælið í gær og þið getið séð myndir á myndasíðunni. Einnig henti ég inn smá myndum af magnúsi, en wiss tók sig til og snoðaði hann, frekar fyndið.

Elsku Magga, til hamingju með daginn, sakna þín alveg svakalega og reynum að vera í sama landi næst þegar við eigum afmæli, ok??? Læt hérna fylgja eina mynd af systrum mínum, þið eruð æææææææææææææði!!!!



Ólöf Daðey

15 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með daginn sykurpúði !!! Bara komin inn færsla á afmælisdaginn :) en ég mundi samt eftir ykkur systrum.

Ætla núna að fara að skoða myndirnar úr afmælisveislunni.

Já þetta var merkilegur dagur fyrir mömmu þína 18. september 1982. Ekki mundi ég vilja vera í þessari stöðu. En svona er víst lífið.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið Ólöf og hafðu það gott;)

Kveðja Silla

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með afmælið, mín kæra:) Drullastu svo til að koma til landsins aftur, hef ekki séð þig í rúmt ár núna! Hvað er það dapurt!?:( kiss kiss

Nafnlaus sagði...

Elsku Ólöf - Innilega til hamingju með afmælið - Hafðu það gott og við sjáumst fljótlega. Kossar og knús. Ólöf Dagný og fylgifiskar

Nafnlaus sagði...

Til hammmmmmingju með ammmmmælið:)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn skvís..

Lafan sagði...

takk takk esskurnar mínar:)

Erla Ósk sagði...

Hvadan i oskoponum kom thessi mynd?!!!

En, hjartanlega til hamingju med afmaelid elskan min! (og sorry ad eg mundi thad ekki thegar thu keyrdir mig i vinnuna i morgun... manudagsmorgnar fara mer ekki mjog vel) Vid gerum eitthvad skemmtilegt i kvold :)

Afmaeliskvedjur,
stora systir

Nafnlaus sagði...

Vá.. Ég veit að ég var búin að óska þér til hamingju áðan.. í blogginu á undan. En mér finnst ég verða að vera með í öllu þessu kveðjuflóði. :D
Til hamingju með daginn dúllan mín og við sjáumst vonandi á miðvikudaginn. :D Ég er reyndar búin að ná mér í einhverja leiðinlega pest. hiti og hor í nös.. :S ekki gaman.
Njóttu dagsins sæta..
Þín Bjögga.. :D
knús

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið aftur:) Og maggi er bara helvíti sætur svona snoðaður fullornaðist doldið við það!! en ég hefði viljað sjá hina gæsina líka;) hehe

Nafnlaus sagði...

Þetta var ég

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið, elsku frænka!

Nafnlaus sagði...

Elsku Ólöf

Innilega til hamingju með afmælið. Skilaðu einnig afmæliskveðjum til Margrétar, þú heyrir bókað í henni á undan mér;)
Bestu afmæliskveðjur frá Árósum
Guðrún Erla og co.

Nafnlaus sagði...

til hamingju með afmælið í gær:)

Lafan sagði...

wowowow.. takk takk takk!!!