miðvikudagur, september 13, 2006

og þá byrjar ballið:)

það styttist í magna magnaða... kaninn er ekkert að kafna úr spenningi yfir þessum þætti og enn og aftur finnst mér ég vera að missa af stemningunni heima, þótt að þetta gerist í kanalandinu, hvernig farið þið íslendingar að þessu???

annars lenti ég í mörgu fyndnu í dag. í fyrsta lagi þá fór ég með hundinn út að labba, allt gengur eins og í sögu nema hvað að þegar að óskar-hundurinn fer að tefla við páfann þá heyrir hann í fullt af fólki, fær sviðshrekk og hættir í miðri-athöfn... hálfur xxxxx hangir út um afturendann og hann veit ekki hvað er í gangi!!! hann snýr sér við og ætlar að fara að sleikja jú nó þá þurfti ég nottla að "hreinsa hann" og geri það með glæsibrag. Nú svo stutt eftir að ég skeindi hundinn þá fer ég í vinnuna á bílnum og sé bílinn á móti keyra beint yfir íkorna, kabúmm splash, blóð útum allt og heimurinn einum íkornanum færri!!

nú svo fékk kötturinn í húsinu sem ég var að passa magakveisu og æli út um allt. kannski var það ekki tilviljun að pási dó, lúkas var seldur, skjaldbakan hennar guðrúnar erlu dó þegar hún var í pössun hjá okkur, dúfan í ekvador fékk hjartaáfall og allar mýsnar fóru til himna:)

jæja, ballið er byrjað og ég mæti sko aldrei seint á ball!!!
allir að kjósa!!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æi.. greyið íkorninn. :(...

Lafan sagði...

haha..helduru:)