mánudagur, mars 21, 2005

Fokkin Yaaa Man!!

Ferðasaga þriggja frækna til Kongó helgina 18-20 mars 2005.

Einn góðan veðurdag þegar Ólöf Daðey, tuttuogtveggja ára gömul stúlkulind úr Grindavík fékk símtal frá tvíburasystur sinni um það hvort að hún vildi ekki skella sér alla leið til Kongó í tilefni þess að yngsta föðursystir þeirra væri að fara að syngja á Listakvöldi á Hóteli sem kennt er við framtíð, vissi hún ekki hvað út í hvað hún var að leggja. Hún velti þessu fyrir sér í nokkra daga og þær stöllur ásamt Björgu frænku þeirra ákváðu korteri fyrir brottför að skella sér. Sumir segja að góðir hlutir gerist hægt, en í Pálsættinnni sem þær tilheyra þekkist ekkert annað en fljótfærni og skyndiákvarðanir. Með nýja jeppanum sem faðir þeirra tvíburasystra hafði keypt ekki alls fyrir löngu héldu þær sáttar út í lífið og klukkan hálfsex að staðartíma hófst ævintýrið formlega þegar ljós borgarinnar fjarlægðust þær smátt og smátt og mikilfengleg náttúran beið þeirra í sínu fínasta pússi. Þar sem Ólöf var besti bílstjórinn sem völ var á keyrði hún alla leiðina með aðeins einu stoppi sem telst mjög gott miðað við aldur og fyrri störf hennar. Á fimm og hálfum tíma kom hún frænkunum heilum og höldnum að Kambi í Kongó.

Fyrsta verk þeirra var að hafa uppi á föðursystur sinni, en hún er heimsfræg á Íslandi fyrir að vera á mörgum stöðum í einu og koma sér í hinu ólíklegustu hlutverk hins almenna Kongóbúa. Það kom kannski ekki á óvart að frænkuna var að finna á eina barnum í bænum þar sem hún var að hvíla lúin bein eftir langar og strangar æfingar fyrir Listakvöldið við Voginn. Bæjarbúar voru að vonum spenntir að fá ný andlit í bæinn og fjölmenntu á barinn í tilefni komu þeirra. Eins og í öllum íslenskum sveitum er fólk mjög gestrisið í Kongó og gestirnir máttu sig lítils í að kaupa bjórinn sjálfir og fengu ekki að borga krónu með gati eða öðrum göllum. Eftir skemmtilega endurfundi á barnum var svo komið að því að kveðja Kongóbúa í bili og halda í háttinn. Þar sem Maggi, eina lögreglan á svæðinu, var í fríi var fólk rólegt í tíðinni og braut flestar þær reglur sem hægt er að brjóta sem koma manni ekki bakvið lás og slá.

"Ji, við erum á Djúpavogi" segir Björg glöð í bragði þegar hún vaknar við öskur og hlátrasköll frænda sinna frammi í stofu. Smátt og smátt vöknuðu svo hinar tvær og ekki leið á löngu þar til þær voru klæddar og komnar á ról, tilbúnar að bræða hjörtu Djúpavogsbúa í nýjustu tískunni frá borginni. Förinni var heitið uppí sjoppu í þeim tilgangi að sýna sig og sjá aðra. Það er nefninlega svo merkilegt með lítil íslensk samfélög, að fólkið er að finna ýmist í sjoppum eða rúntanti á bílum í misgóðu standi í nágrenni við sjoppuna. Eftir skyldu-gönguna voru frænkurnar formlega búnar að stimpla sig inn og minna á sig fyrir kvöldið. Dagurinn fór svo í alherjar punt og súludanskennslu sem allar höfðu gott af að læra ef ske kynni að þær lentu í aðstæðum sem krefðust þess konar þekkingu. Uppúr átta var svo farið niður á hótel og hlustað á rithöfunda á borð við Einar Má og ítalska sjéníið Nikkola. Svo var komið að því að hlusta á elstu frænkuna flytja verk sitt og mátti heyra saumnál detta, slík var eftirvæntingin að heyra í sunnlensku konunni sem fluttist til Djúpavogs ekki alls fyrir löngu.

Söngurinn tókst vel og var frænkunni boðið að fara í samstarfsverkefni með Einari Má Guðmundssyni í laga og textasmíð. Fáum kannski að heyra í Sólný í framtíðinni syngja um vistmennina á Kleppi sem náðu sér í fría máltíð á Hótel Sögu, hver veit!?!

Að menningarkvöldi loknu var svo haldið á skífuskrall með virtum plötusnúði frá Fáskúrðsfirði og höfðu frænkurnar gott af því að upplifa eitthvað annað en næturlíf borgarinnar. Eftir skemmtilegan dillirassadans Ólafar var svo komið að því að halda heim á leið, en Magga Stína, sem kennd er við rokk vildi endilega fá að sýna gítarsnilli sína og kom á laggirnar gítareftirpartý sem Kongó er einmitt svo þekkt fyrir. Eftir mörg vel valin lög yfirgáfu stúlkurnar teitið og fóru heim á leið, en skildu því miður raddirnar eftir og Björg skildi rósina sína eftir, gamla góða bragðið til að tryggja að hún færi nú aftur í áðurnefnt hús...

Síðasti dagurinn var ekki af verri endanum, Svenni frændi þeirra dekraði við stúlkurnar og vakti þær með sjávarrétta súpu að hans hætti með öllu tilheyrandi. Svo var kvatt og haldið heim á leið með bros á vör og sól í hjarta. Það er skemmst frá því að segja að ástæða dekursins var sennilega afmæli Bjargar og samúð með stúlkunum sem gátu vart talað vegna ofsöngs kvöldinu áður.

Á leiðinni suður kom svo Björg með þá snilldarhugmynd að stoppa á íshótelinu sem hún hafði séð í einni James Bond myndanna. Þegar þar var komið, þeim til mikillar furðu, var hótelið hvergi sjáanlegt. En Jökulsárlón fallegt engu að síður og auðvitað var Ólöf miðpuntkur alls þegar hún náði að festa sig í mýri og drulla sig út upp á bak með þeim afleiðingum að hún þurfti að skipta um föt á miðju bílastæðinu og gefa hinum ferðalöngunum eitthvað fyrir augað þegar J-Lo stóð á nærbuxunum einum fata í þrjároghálfa sekúndu.

Þannig fór um sjóferð þá, þrjár fræknar frænkur komust heilar heim og allir lifðu hamingjusamlega það sem eftir var. Ólöf festist í mýri, úti er ævintýri.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

askotinn..þú vannst!!!
-líka í keyra hratt leiknum...
-en ekki í kýla í síðuna leiknum!!

haha so var movið þitt bara fyndið sem þú reyndir að koma með í strippidans atriðið!!

Nafnlaus sagði...

já, það verður sko heill pistill tileinkaður þessari hugmynd okkar um strípidansinn...

kýlaísíðuna er magnaður leikur sem verður að kynna á tilboði fyrir okkur sunnanmenn...

en þú magga stína sem auglýsir þig sem rokk ollir mér vonbrigðum í gítarpartýinu, þar sem ég bjóst við miklu meiru af manneskju sem er búin með fyrsta stig á gítar!!

Nafnlaus sagði...

hva meinaru...

ég tryllti lýðinn með La Bamba og Pearl Jam sólói!!!

Og ekki gleyma líka Metalica laginu!!


Annars veit ég ekki hvað þú varst að gera með bjór í einni xx í hinni og gítarinn þarna í óvissu með stóru lopahúfuna mína á hausnum og kanínuna um hálsinn!!

Nafnlaus sagði...

já... ég viðurkenni alveg minn þátt í þessu.. kanínuskinnið var kannski too möts, en gítarinn og allt hitt var á sínum stað og umtalað að J-lo hefðu nú verið doldill töffari með risastóru hvítu lopapeysuna:)

my eyes!!!!!!!!!! hehe

Nafnlaus sagði...

Hey,, Óska´ég hér með Löfunni til hamingju með það að hafa verið fyrst með ferðasögu og er ég innilega sammála því að það sé nauðsynlegt að kynna þennan nýja leik okkar fyrir sunnlendingum. Hlakka ég mjög til þess.. Já og takk fyrir æðislega frábæra helgi.
Bjögga Spanga

Nafnlaus sagði...

Vá.. Hey.. bara allar að kommenta á sama tíma. Þvílík snilld!!! hehe.. ég minnist þess að Magga hafi verið nokkuð góð á gítarnum ;) sem og í söngnum ;)

Nafnlaus sagði...

-varð húfan að peysu í minningunni þinni...
þú hefur þá verið askoti vel í því...
haha þú varst bara fyndinn!!

Ekki minnast á það... hva varð um að banka???

Nafnlaus sagði...

hahaha já var það húfa... af hverju var mér þá svona heitt? huh hlýtur að hafa verið kanínuskinnið... must have

bjögga, já takk takk, enda kostaði það mig þreytu tár og svita í vinnunni í dag...

en djöfull var plötusnúðurinn góður:)

Erla Ósk sagði...

Takk fyrir skemmtilega simhringingar a fostudagskvoldinu :) ... en eg veit ekki alveg hvad mer finnst um thad ad thu hringdir i Wissler adur en thu hringdir i mig! ;) Leidinlegt ad missa af ferdinni, en thad verdur bara gaman hja okkur thegar eg kem heim i mai/juni i stadinn :)