þriðjudagur, mars 29, 2005

Árvakur þrífst en fátækt fylgir lötum...

Já þetta var málshátturinn minn í ár og hef ég því ákveðið að skilaboðin sem mér voru send að handan væru að ég skyldi nú drullast á lappir á morgnana til að fara í ræktina eða að sinna öðrum störfum...

Páskarnir einkenndust af fiskvinnslu, fjölskylduboðum, barnagæslu og næturlífi. Það síðarnefnda var mér og mínum ofarlega í huga og verð ég að segja að það sem stóð upp úr var án efa Sálarball í Stapa með frænkum og öðrum skyldmennum...

Lóa og Agnes létu sig ekki vanta upp við sviðið sem og Ágústa og Valgerður, snertandi lappirnar á Gumma Jóns eins og hann væri Bítill á sjöunda áratugnum. Lafan náði að komast í einhverskonar sjónvarp með því að beita ýmsum brögðum sem undirrituð hefur lengi hneykslast af og aldrei skilið fúttið í því að strákar seú svona æstir ýmir að sjá stelpur í sleik...

Heimferðin gekk vel, enda fékk ég far með mörgum heim. Fyrst í skottinu á bimmanum hans Steinþórs, svo í taxanum hjá Jón Gunnari sem stakk mig af, svo í taxanum hjá Eyþóri Atla sem enn og aftur stakk mig af (það var ekki lykt af mér ég lofa!!) en endaði svo í bílnum hjá Guðfinnu Magg sem náði að týna heilli samloku í sætinu á meðan hún var að keyra...

Vakt svo Óskar bróðir til að opna fyrir mér og sofnaði sátt með popptíví í vinstri hendinni og rækjubollurnar hennar mömmu í þeirri hægri, ávísun upp á þynnkulausan dag, enda er ég Grindvíkingur og Grindvíkingar verða aldrei þunnir!!

með þessum vel völdu orðum kveð ég í bili, ætla að klára páskaeggið mitt og lesa enda vann ég lestrarkeppnina miklu árið 1994...

au revoir

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ólöf LELLA!!!

hahahahah

Nafnlaus sagði...

Það er rétt Grindvíkingar vita ekki hvað það er að verða Þunnur, enda eru við með alvöru blóð í æðum.

Eyjo bro sagði...

Fyrirgefðu Ólöf mín en það var ekki ég sem stakk þig af. Ég bauð þér að koma og síðan þegar ég kom inn í bíl þá rauk hann af stað helvítis kallinn og var í einhverri feikna fýlu. Ég veit ekki hvað það var. Kannski útaf því að tveir þeirra sem ætluðu með okkur hlupu bara í burtu án þess að segja kjafti að þeir ætluðu að vera eftir. Við reyndum nú að stoppa hann og ekkert gerðist. Þannig að ég biðs innilegrar afsökunar á þessu!!

Nafnlaus sagði...

magga: ekkert að því;)
baddi: sammála, alvöru blóð, alvöru drykkjarfólk, alvöru fótboltaogsjó-menn, það gerist ekki betra en að vera Grindvíkingur á tíma sem þessum...
eyþór: eyjó bró, takk fyrir að taka upp hanskann fyrir mig, þú varst eini vinur minn sem vildi fá mig í taxann, takk fyrir það. Los Kanos stick together:)

Nafnlaus sagði...

Ég er með svo mjúkar varir... hehehehehehehe... agalega gaman að því:)