mánudagur, apríl 04, 2005

Tekinn tekinn, tekinn, tekinn, tekinn

Arrg. Að morgni fyrsta apríl var Lafa að sjálfsögðu að vinna sér inn sinn venjulega bjórpening með i-potterinn á fullu að salta niður. Það fór ekki framhjá neinum þarna niðri í vinnslunni að það væri fyrsti apríll. Kjúklingarnir voru sendir upp á skrifstofu að sækja saltryksuguna og fiskilímið, reyndara fólkið var platað í síma og verkstjórarnir voru plataðir með bilunum hér og þar. Í hvert skipti sem einhver hljóp fyrsta apríl hló ég mig alveg máttlausa og sagði sko að enginn gæti tekið mig, aldrei. Eins og venjulega voru þessar yfirlýsingar bara orð út í buskann því að eftir kaffi varð ég einnig að fórnarlambi. Kona nokkur sem segir varla orð og mjög ólíkleg til að ljúga að svona manneskju eins og mér kemur til mín og segir mér að það sé ungur myndarlegur maður frammi að spyrja um mig... Nakk hugsa ég, hver gæti þetta verið. Ég roðna öll í klessu og velti fyrir mér hinum ýmsu möguleikum um hver mistery-man gæti verið. Ég fór framúr mér og öðru bjartsýnis fólki þegar ég vonaði að þetta væri Markús Jackson, rútubílstjóri með meiru og ljómaði öll þegar ég fór fram að slor-hreinsun lokinni. Goddem itt, holí kanólí og allt þar á milli. Ég hafði verið tekin tekin, tekin, tekin, tekin!!

Annars hefur lífið verið ljúft og gott að undanförnu. Lafan hefur snúið við blaðinu og tekið upp heilsusamlegt líferni. Farin að æfa á fullu, borða skyr.is og vinna í fiski við hvaða tækifæri. Búin að minnka yfidráttinn en að öðrum dráttum er lítið að frétta... haha

Núna liggur leiðin í próf upp í HÍ þar sem Jesú beibí bíður mín með eitthvað gott í pokahorninu. Að lokum vil ég svo þakka fyrir alla gestina sem við Magga fengum í grill til okkar á laugardaginn og þá sérstaklega yfirgrillmeistaranum, honum Aroni jú rokk mæ vorld... og skammir dagsins fá svo Aníta og Magga Stína Rokk fyrir vandræðalegan rúnt í gær. Skamm Skam :)

Seacrest OUT!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Haha þarna hefði ég viljað vera fluga á vegg.... en með þetta heilsusamlega líferni þitt, þá var ég búin að frétta að bjórinn væri MJÖG hollur og góður fyrir tennur og bein næstu helgi bara næstu helgi, villtu rannsaka þetta með mér ????

Nafnlaus sagði...

Ágústa mín, ef það er eitthvað sem ég ætla að gera næstu helgi þá er það að taka þátt í alþjóðarannsókn bjórdrykkjumanna með Ágústu fro Sverige!!

Nafnlaus sagði...

hey.. ég man ekki betur nema ég hafi verið með á þessum rúnt. Eða er kannski verið að tala um eftir að ég var farin? "Nakk" svo ég vitni í þekkta manneskju, skeytir engu. pís át ;)