mánudagur, apríl 18, 2005

Ready or not...

Ok, svona fór þetta á laugardaginn:

-Hádegismatur tveimur tímum fyrir leik á salatbarnum. Súkkulaðikaka í eftirrétt...
-Leikurinn vannst 3-2, ein varnarmistök og helling af tæklingum sem Lafan hefði með rentu átt að fá spjald fyrir...
-Tekið Siggi-Saggi inn í klefa og brunað heim í sturtu og shæningu.
-Klukkan 7:30 komin í Grindavík City, Fegurðarsamkeppni að byrja (húsið að opna...)
-Klukkan 8:30 ennþá í íþróttagallanum að blása á mér hárið...
-Klukkan 9:00 er hin heilaga þrenning (M.Ó.G.) loksins tilbúin, búnar að missa af opnunaratriðinu og mættum fashionablí leit...
-Klukkan 9:15 komnar á barinn í Stapa og fyrsta hvítvínsflaskan leit dagsins ljós...
-Horft á sætar stelpurnar sýna kroppinn og kjólinn hennar Möggu fram til klukkan hálfeitt þegar Grindvíska fegurðardísin Petrúnella hirti dolluna...
-Tímaskynið aðeins farið að bresta, en ég held að ég hafi komið á ballið eitthvað um eitt... og farið heim eitthvað um 3!

Nánari smáatriði verður þú kæri lesandi bara að fá beint í æð frá kjaftatíkum bæjarins, því ég var með athyglisbrest þetta kvöld og get hreinlega ekki komið með neitt djúsí og krassandi fyrir ykkur!

Sunnudagur fór svo í ríkoverí með öllu tilheyrandi og vil ég þakka bíófélögum mínum fyrir skemmtileg komment í miðri mynd... lucky bitch :)

Farin að vinna mér inn bjórpening, ÉG ER TVÍBURASYSTIR HENNAR!!!

2 ummæli:

Eyjo bro sagði...

Æi Ólöf gefðu mér smá details af þessari keppni!!! Please! Hverjar voru að standa sig? Hver stóð uppúr?

Nafnlaus sagði...

sko... allar úr grindavík voru að meika það feitt

teddý vann fagaðarkeppnina og jovana six pakk keppnina og
petrúnella hirti svo gullið

i could have sworn you were there...