laugardagur, apríl 16, 2005

Á skíðum skemmti ég mér tralalala lalalala lalalalala

Das thursday skelltum við systur okkur upp á fjöll í dýrindisveðri og glampandi sól. Leiðin lá upp í Bláfjöll þar sem fiskvinnslukonan hafði heyrt á Bylgjunni að væri opið til klukkan níu. Eftir erfiðisdag í niðursöltun var svo farið að koma dóti í Stjána Bláa (bílinn hennar Möggu) og brunað af stað. Lafan var ekkert að bera á sig sólarvörn, enda eytt vikunum saman á miðbaugi jarðar í Ekvador án þess að fá svo gott sem roða í kinn. Snyrtifræðingurinn með meiru var á öðru máli og makaði á sig sólarvörninni og meikinu. Eftir þrjá klukkutíma af geðveiku skíðafæri, glampandi sól, biðraðalausar-lyftur og eina veltu (já ég datt einu sinni á jafnsléttu...) brunuðum við svo hjemme po, og ó mæ god, fokking hell, satan of allur þessi pakki. Andlitið á mér varð smátt og smátt eins og rasskelltur tómatur og ég þurfti að hlusta á vel valin orð snyrtifræðingsins og gjöra svo vel að redda mér aftersönni þegar komið var á Efstahraunið, hún hins vegar setti á sig bjútí maska og hló að mér í hljóði...

Á föstudaginn þurfti ég svo að hlýða á hlátrasköll vinnufélaga minna og útskýra mál mitt. Kæru vinir, sólin leynist víða, líka í snjóhvítum snjónum!!

En í dag er kominn laugardagur og mikið glens og mikið grín framundan. Hádegismatur með miss Reykjavík (böggu) og miss pregnant (gebbz), leikur á móti Þór Akureyri klukkan fimm, Fegurðarsamkeppni Suðurnesja (klukkan 8), partý hjá krewinu eftir hana og loks Stuðmannaball í Festi!!!

Ef einhver á aukaklukkutíma til að gefa mér þarna á milli 6-8 þá er hann mjög vel þeginn...

Með brunasár í andliti, harðsperrur í lærum, lit í augabrúnunum, mínus hundrað þúsund í veskinu, kvíða í maganum, tilhllökkun í hausnum og ör í framan bið ég ykkur vel að lifa og við sjáumst í Festi í kvöld!!!!

þetterlangbestasjoppaseméghefkomiðí... hún er æææææææðislega (kann ekki meir!)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já við sjáumst í Festi um sjómannadagshelgina eða ertu ekki að meina þá (ég er ekkert svekt, veit að það verður ekkert gaman á þessu baaallli) en sjáumst eftir 33 daga :)

Nafnlaus sagði...

.... Góð.... Sós'o' salat. Sós o'sallat. Þett'er langbesta sjoppan sem að ég hef komið í.......... Takk fyrir helgina. Sleikja ;)

Nafnlaus sagði...

allt í sleik??

nei gústa, ég veit hundleiðinlegt!!
bjögga, þeir skvetta skyrinu sem eiga það... haha