fimmtudagur, apríl 07, 2005

Ég geri ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn annars gersist ekkert

Eins og glöggir lesendur taka eftir þá var ég að ljúka við að horfa á snilldarmyndina Sódómu Reykjavík og Unnur var sko með í hasarnum... nei, hún var með fjarstýringuna í vasanum!! Þegar á leið á myndina og þeir félagar alveg á því að stofna MÍ, MAFÍU ÍSLANDS, þá varð mér hugsað til ungs manns, sem eitt sinn sumarið ´98 minnir mig ákvað að ditsa kærustuna sína til þess að fara á fyllerí fyrir utan Festi. Eins og gengur og gerist urðu ryskingar á milli manna, ungi maðurinn hafi víst hellt upp á kaffi í baðinu heima hjá Bergvin og varð því að flýja svæðið og kom því ekkert annað til greina að leita skjóls hjá kærustu nokkurri. Eftir eitt tvö bönk á hurðina fer kærastan til dyra, en enginn ungi maður. Stuttu seinna er aftur bankað, og í þetta sinn stóð ungi maðurinn (varla í lappirnar) fyrir utan heima hjá kærustunni og sagði henni alla sólarsöguna með þvílíkum andköfum að henni var ekki farið að standa á sama. Kvaðst hann þurfa að vera í felum allnokkra stund áður en Bergvin næði tökum á honum og pakkaði honum saman. En áður hann gat komið sér í felur var hin alræmda amma Magga mætt á stéttina og kauði skaust bakvið runna til þess að vekja ekki slæmt umtal hjá tilvonandi tengdafólki. Þegar alræmda amman lét sig loksins hverfa náði ungi maðurinn loksins að koma því út úr sér sem ann var að ljúka við að segja fyrir runna-stökkið. "FÍ!!" heyrist frá unga manninum, "FÍ!!" Núna hafði kærstan alveg fengið nóg af honum og bað hann vinsamlegast um að láta renna af sér og koma svo að tala við sig, hvaða FÍ rugl er þetta??.. "huh.. já", segir ungi maðurinn móðgaður "en ertu samt með í FÍ, MAFÍU ÍSLANDS??"
Enn þann dag í dag hyggur kærastan að FÍ sé starfandi og hver veit nema að þú, kæri lesandi starfir fyrir hana, undir hana eða bara eftir hana??

Látum þessa sögu okkur að kenningu verða, hver svo sem hún er...

Ja hérna hér, svona eftir á að hyggja þá kenni ég heilum degi í fiskverkun án útvarps um þessa sögu, það sem manni dettur ekki í hug þegar raddirnar í hausnum á manni fá algert hljóð og lausan tauminn!! Farin á æfingu, skúra, töflufund, pepp-fund í megrunarkúrnum og síðast en ekki síst planeleggja helgina, það er nú einu sinni flöskudagur á morgun!!

Manamana....

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

svo skemmtilega vill til að ég er gjaldkeri í FÍ... Höfum samt lágt um það.. sendu mér meil ef þú vilt vita hvenær næsti fundur verður!

Nafnlaus sagði...

Fannst rétt að segja þer að menn á spáni eru ekki mikið fyrir að tefla þegar líða tekur á daginn og segja þeir því í sífellu: "Buenos no-chess"!

Nafnlaus sagði...

gjaldkeri segiru.. það munar ekki um minna... hvers konar fundir eru þetta og er einhver innvigsluveisla??

si los espanoles dicen esto, como sabias???