miðvikudagur, mars 23, 2005

Ekki eru allar ferðir til fjár þótt farnar séu

Já kæru Íslendingar (og ef svo ólíklega vill til að þið séuð útlensk en skiljið íslensku...) Nú er að ganga í garð næstskemmtilegasti tími okkar Íslendinga á eftir jólunum, páskarnir. Þá fer fólk í langþráð frí, skólakrakkarnir mæta í fiskvinnsluna og alkóhólistarnir taka hvern túrinn á fætur öðrum. Það skemmtilegast við þennan tíma er samt páskaeggjahefðin okkar, ekkert betra eftir túrana umtöluðu að vakna með örlítinn höfuðverk og fá sér nóa-síríus egg og ískalda mjólk... Svo er þetta líka skemmtilegur tími því að sumarið er nánst komið, krakkar á línuskautum hoppandi fyrir bílana hjá manni og væmnu pörin úti að ganga langt fram eftir nóttu. Það besta við að opna áðurneft páskaegg er svo að fá kikk út úr því að sjá það mulna líkt og sprengingin í berginu á Kárahnjukum og unaðstilfinninguna við það að finna svo málsháttinn mikla og velta því fyrir sér hvort það séu örlögin sem hefðu otað akkúrat þessu eggi með þessum skilaboðum til manns, eða hvort það sé hreinlega happ og glapp, Forest Gump hélt því fram að lífið væri eins og konfektkassi, maður vissi aldrei hvaða mola maður fær, en ég er aftur á móti á þeirri skoðun að það sé í rauninni búið að velja hann fyrir mann, lífið er jú eftir allt saman bara eitt stórt samsæri...

En með þessari páskahugleiðingu vil ég að þið, lesendur kærir skoðið vandlega málshættina sem er otað að ykkur að handan um páskana og virkilega spáið í þessum skilaboðum, það gæti verði eitthvað til í þeim... sjáið bara þann sem ég fékk:

Ekki eru allar ferðir til fjár þótt farnar séu...

Enginn er verri þótt hann sé perri, pís át

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

pís át páskaegg!! ég veit og þú veist hvað Jökull-sá í sveitinni!! það var kindin Einar í vegakantinum!!

Erla Ósk sagði...

Sjaldan er god visa of oft kvedin: Wherever you go, there you are :) Endilega bjalladu i mig um helgina (eda kannski ad eg hringi bara... svona einu sinni;) thvi eg verd hja Wissler familiunni. Gledilega paska- og sukkuladihelgi :)

Nafnlaus sagði...

oft er jökull ískaldur...
farið hefur fé betra en kindin einar;)

já erla mín ég hringi og fæ að heyra í the in laws;)