miðvikudagur, nóvember 19, 2008

Þegar rótin er orðin lengri en litaða hárið, augnbrýrnar orðnar svo þykkar að það er orðið erfitt að depla augunum, bílinn svo skítugur að það er farið að skrifa á hann "þríðfðu mig" og svefnherbergið í svo mikilli óreiðu að ég finn vart rúmið mitt...

...er kominn tími til þess að hysja upp um sig buxurnar, taka til, þrífa bílinn, panta tíma í plokk við hliðiná og hafa upp á klippikonunni þarna í Grindavík, stofna til stelpuhittings með öllu tilheyrandi og hóa í týndar vinkonur down under, við hliðiná og í Lautinni.. og kabúmm ahhhh lífið er gott :)

senn fer einnig að skella á prófatíð með tilheyrandi ritgerðum og býð ég öllum áhugasömum um þróunarmál að hafa samband með hugmyndir að lokaritgerð...

lengi lifi bjartsýnin!

sjáumst á laugardaginn í sumarskapi með húmorinn að vopni á Þórsgötunni...

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Önnur Lautarsystirinn er klár í slaginn!!!
Þú ert samt sæt :)´
Þrátt fyrir rót og loðnar brúnir..

Nafnlaus sagði...

jahá.. hvað er í gangi á Þórsgötunni ´a Laugardaginn? erum vi ðað tala um kvöldið eða bara miðjan dag.
Og já mér líst vel að þessaupptalningu hjá þér. Þarf aðfaraað geraeitthvað svipað. Reyndar tiltölulega nýbúin í klippingu, en´mætti alveg taka til í nýja kagganum já og fara í lit og plokk. :D

Sjáumst kannski á laug´.
Bjögga beib

Lafan sagði...

tack so mycket Lautarsystir :) ég veit að þú lætur þig ekki vanta...

Bjöggz, við ætlum bara að lyfta okkur aðeins upp í skammdeginu, bara stelpur í sveittum sumargír, á laugardagskvöldið, á ekki að mæta :)

Nafnlaus sagði...

Aldrei að vita.. kannski það bara.. væri gaman að kíkja smástund. sjá ykkur og sonna, ekkert djamm samt á mér. Prófið á mánudaginn. þú veist PRÓFIÐ!!Gæti samt verið gaman að koma og kíkja

Bjöggz... :D

Nafnlaus sagði...

Greinilega ekki kreppa hjá þér;)

Kv,
KHH

Nafnlaus sagði...

Djöfull sem þetta var gaman...
Godday Scott... Say HELLO to Scott Scott :)
Dúnusinn