þriðjudagur, apríl 27, 2004

Evrópa-Afríka 5-3

But not what (en ekki hvað), við unnum þessa hrokagikki 5-3 og Lafan setti eitt nett í lokin. Eyþór Atli setti mark sitt á leikinn með einstakri snilli og yfirvegun með boltann en náði því miður ekki að skora, en markmaðurinn varði tvö skot í leiknum, bæði frá honum. Óheppni.

Eftir leikinn fórum við í bíó og sáum the big fish sem er alveg mögnuð mynd og mér fannst ég eiga mikið sameiginlegt með Edward Bloom. Ef þið sjáið ykkut fært um að sjá þessa mynd þá mæli ég eindregið með henni.

Annars kláraði ég spænskuna í gær og er langt komin með listaáfangann sem ég er að taka, er bara að klára lokaritgerðina. Reyndar tafðist hún svolítið því að tölvustofan varð fyrir einhverju hnjaski í eldingunni þarna um daginn.

Núna er ég reyndar að fara á stúfana og kaupa myndavél handa góðum manni sem reynst hefur mér vel. Fer svo kannski á beisboll leik og kíki kannski eitthvert með Eyþóri og síni honum góða tíma (show him good time).

Went to dip my head into wetness, Ólöf

Engin ummæli: