fimmtudagur, apríl 08, 2004

Jess ég fann íslenska stafi!

Eftir að hafa horft á þennan óskapnað í sjorvarpinu í gær þá lá ég í rúminu í alla nótt hálfeyðilögð yfir því hvað ég er venjuleg. Er að spá í að fara í mál við Fox sjorvarpsstöðina. Ég var að spá í hverju ég myndi nú láta breyta ef ég færi í svona þátt. Hmmm, það færu nú einhverjar millur í mig, læpósekjón (fitusog á útlensku), laga nebbann aðeins, bústa varirnar aðeins og minnka kinnar og höku. En mest af öllu myndi ég vilja láta laga dúmbóeyrun sem mér voru gefin í vöggugjöf til þess að láta mig heyra betur. Ekki virkaði það því enginn heilvita maður gæti sagt að ég heyrði vel. Svo myndi ég kannski vilja stærri búbbur, ekki mikið stærri, kannski bara lyfta þeim aðeins upp.

Svo vaknaði ég í morgun, hundfúl út í Erlu fyrir að hafa látið mig horfa á þennan mannskemmandi þátt, og ákvað að láta ekki stjórnast af brenglun kanans. Ég fór í háa hæla, setti maskara á augun og fór í svörtu buxurnar mínar sem grenna mig og bleika bolinn sem ég stal frá Möggu, tók linsurnar úr augunum svo ég sæi mig ekki eins vel í speglinum og labbaði út í lífið með bros á vör, full sjálfstrausts.

Ég þarf engu að breyta, eins og vitur maður kenndi mér eitt sinn, það er enginn ljótur, við erum bara misfalleg.

Engin ummæli: