sunnudagur, apríl 25, 2004

Eyja fílingur og Eyjó Bró

Jæja, þá er springfest búin og það var bara alveg ágætis skemmtun, nema í staðinn fyrir Á móti sól og Sálina, þá voru bara einhverjar rapphljómsveitir og uppatónlist. En maður lét það ekkert á sig fá, heldur hélt sig frekar í The beer garden og drakk bjór á 70 kall. Ekki slæmt. Hitti svo Eyþór Atla eitthvað um 6 leytið og ég fékk hann strax til þess að taka upp gítarinn og vera með uppistand. Hann fór alveg hreint á kostum hjá könunum með lögum eins og Jeremy, Hit me baby one more time og the penis song. Svo endaði hann kvöldið með Hero og fékk allar konurnar í Macalester til þess að slefa. Good Stuff Eyþór.

Í dag er ég hins vegar búin að plata hann til þess að vera í Evrópuliðinu í fótbolta, en Evrópa-Afríka leikurinn er í dag og þá keppa allir nemendur frá Evrópu á móti nemendum frá Afríku og eigum við Evrópubúar harm að hefna frá því í fyrra, en þá töpuðum við 2-1, með svindli að hálfu afríkubúa. En þannig var mál með vexti að einn þeirra varði með hendi á línu, en þar sem þeir eru allir álíka svartir þá tóku Evrópubúarnir ekki eftir því og því tapaðist leikurinn í stað þess að janfa, og hver veit hvað hefði gerst þá????

Á morgun er svo bara mollið og lokapróf í spænsku og svo er spáð einhverri hitabylgju þannig að það verður bara lært úti og náð sér í smá lit í kinnarnar. En núna verð ég að fara að undirbúa mig andlega undir þennan leik og vona að ég hafi úthald í 90 mín fótboltaleik eftir erfiði helgarinnar,

allaf í stuði með guði, Ólöf

Engin ummæli: