fimmtudagur, janúar 31, 2008

draumur dagsins:

Ég er heima í húsinu mínu að drepast úr kulda. Læti heyri ég koma úr öllum áttum og geng fram til að athuga hvað á gengi. Mann nokkurn sé ég að sumbli, sem reynist svo vera mágur minn. Eitthvað er honum mál að pissa og lætur vaða á myndir, föt og aðra muni inni í herberginu hennar Erlu þar sem Magga er vön að vaxa lappir og annan óþverra. Ég reyni að stöðva hann og í miðri bunu fæ ég hann loksins til að koma inná bað að klára sig af. Þar blasir við mér skrýtin sjón, en litlar eðlur (eins og við Ingibjörg Ekvadorfari sáum étna af ketti á ströndinni í Esmeraldas) skríðandi um öll gólf. Ég næ að henda einni og einni út um svalirnar, en alltaf koma fleiri og stærri til baka!! Að lokum eru þær búnar að vefja sig um neðri hluta baðkarsins, núna eins og litlir krókódílar og engin leið að henda þeim frá baðkarsbotninum. Svo heyrist hljóð frá fjarlægum heimi sem reynist vera síminn minn að ná mér niðri á jörðina.

Helstu tákn:

Kuldi. Drykkja. Þvag. Eðlur. Baðkar. Gulur.

Nú var ekkert annað í stöðunni en að kíkja á draumur.is til að athuga hvað þeir þarna handan væru að senda mér skilabð um.
Kuldi: (fannst ekki á draumur.is en ég get mér til um að mér hafi bara hreinlega verði kalt í alvörunni...)
Drykkja:Mikil ölvunardrykkja getur táknað votviðri. Að sjá aðra svolgra ofboðslega merkir að þú sért í vondum félagsskap. Mikil drykkja í húsi þínu með tilheyrandi drykkjulátum getur verið aðvörun til þín um að láta ekki subbuskap og stjórnleysi ráða lífi þínu
Þvag:Að dreyma þvag er merki um að þú eigir eftir að vinna úr tilfinningum sem þú hefur lokað á. Liturinn á þvaginu segir til um hversu sterkar tilfinningar um er að ræða, því dekkra sem þvagið er, því sterkari tilfinningar.
Eðlur:Þú munt bráðlega þurfa að bjarga þér út úr klípu með snarræði og skjótri hugsun
Baðkar:Að baða sig í hreinu og tæru vatni er fyrir vellíðan. En sé vatnið gruggugt og óhreint, táknar það veikindi og heilsuleysi. Að baða sig getur líka táknað að þú viljir losa þig við eitthvað sem íþyngir þér.
Gulur (eðlurnar voru skærgular):Einhver hagstæðasti litur sem tengist manneskjunni ef hann er hreinn og bjartur. Þá er hann tákn sólarinnar, lífsins - merki um kærleika, góðvild, gáfur, djúpa visku, innsæi og stundum einlæga trúarkennd. Indíánar töldu gula litinn tákn lífs og óendanleika. Litafræði Búddista segir gult merkja auðmýkt, afneitun og nægjusemi. Óhreinn gulur litur táknar svik og undirferli, hugleysi, varasama leyndardóma, nísku og græðgi. Gulgrænn litur merkir öfund og afbrýðisemi og afar neikvæðar hugsanir

og túlkiði nú...!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Interesting!!!
Þvagið fannst mér best ;D
haha held ég hef aldrei dreymt þvag!!!

Nafnlaus sagði...

já þú segir nokkuð...alltaf gaman að pæla í draumum og mamma mín er alveg spasiolist í því hehehe Já samála möggu ekki slæmt að dreyma pisss hehe ;)
Arna