þriðjudagur, ágúst 01, 2006

a great place called... wisconsin!

sælar. veit ég er löt að blogga, það er bara svo heitt að ég get það ekki. ómögulega. en ég er sem sé stödd í hinu mikla ostaríki, wisconsin þar sem ég var plötuð í að þjálfa litla krakka í tvo tíma á dag í fjóra daga, frítt hótelherbergi og allt uppihald og einnig þrjúhundruðdollarar í vasann. það er búið að vera um 40 stiga hiti núna fyrstu tvo dagana og er ég komin með ansi skemmtilegar línur eftir stuttbuxur, sokka og stuttermabol. doldið fyndið.

maður vekur nottla smá athygli fyrir að vera svona íslensk og mismæla sig annars slagið (útskýra leiki fyrir krakka á ensku ætti að vera kennt í fs!) og í dag spurði einn krakkinn mig hvort að íslenska væri pólska??? en annars eru þetta bara mjög fínir krakkar og gaman að hlaupa og sparka í bolta með þeim í tvo tíma á dag...

staðurinn sem við erum á heitir wisconsin rapids og er um 4 tíma keyrsla frá minneapolis. hér búa 18þús manns og er eins og yfirgefinn hryllingsmyndabær. í nágrenni við hótelið okkar, súper8mótel er eftirfarandi: chix and wings (strippstaður sem býður upp á kjúklingabita), econologdge (mótel sem er meira sheidý en það sem við erum á, G-spot (búð... g blettur... need i say any more!!) og að lokum apótek sem er opið allan sólahringinn. úúúúú.

en í kvöld erum við þjálfarateymið (við erum 6) að fara út að borða og ég skal taka nokkrar myndir af umhverfinu... frekar svalt.

og svona að lokum þá er stefnan tekin á útilegu næstu helgi í 30 stiga hita og sól að svamla á vötnunum á kajak, kleinuhringjum ofl ofl. eyjar hvað!!!!!

lafa þjálfari í wisconsin biður að heilsa og vonast til að komast heim á lífi...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá þessi bær hlómar verr en grindó hahaha
En við erum að spá í að beyla á eyjum!!! og taka það bara með trompi á næsta ári og þú kemur þá með hvað sem kallinn segir!!!
En gerðu mér greyða kíktu á chix and wings hljómar nefnilega svo skemtileg samblanda hahahaha

Lafan sagði...

hahaha.... já! ef ég kemst inn þá skal ég fá að taka myndir:)

eyjar á næsta ári ekki spurning!!! ohhhhhhhh ég er með svona sting í hjartanu, manstu á þessum tíma í fyrra vorum við í ríkinu... eða var það vegó?