mánudagur, ágúst 07, 2006

fyrir helgi vissi ég ekki hvað það þýddi þegar amerískir strákar bjóða þér litríka perluhálfesti úr plasti. núna veit ég það.

en þannig er mál til komið að erla syss stóð fyrir skipulagningu skemmtiferðar hérna í usa vegna þess að það er nú einu sinni verlsunarmannahelgin! engar eyjar... en váááá samt geggjað gaman. við fórum sem sé svona 8 stykki í salíbunuferð á plasthringjum niður á í wisconsin sem heitir apple river (eplaáin). þar er hefð fyir því að leigja plasthringi og fljóta svo niður ána sem tekur um 4 klukkutíma, og svo er auðvitað leigður einn plasthringur fyrir kæliboxið (bjórinn!) svo erum við öll bundin saman í kringum kæliboxið og njótum veðurblíðunnar og siglum niður ána. nú, svo eru svona stopp á sumum stöðum þar sem aðrir plasthringja-farar koma saman og hefja þessa helgu athöfn sem plast-perlu-hálsfestinar eru miðpunkturinn. þar er nefninlega þannig að þegar að strákar bjóða stelpum hálsfesti, eða beads eins og kaninn kallar það, þá verður stelpan að flassa búbbunum til þess að eigna sér rétt á umræddu hálfesti! og í hverju stoppi sáum við alls konar brjóst og rassa!!!

jiiiiii, ýmislegt hef ég nú séð í gegnum ævina, en þetta kemst á topp tíu! en eins og fortíð mín gefur til kynna þá hætti ég ekki fínu myndavélinni minni í ána og því eru aðeins til myndir af útilegunni og frá kvöldinu áður og þær eru sko komnar inn undir nefninu amerísk þjóðhátíð ef þið viljið sjá:)

allir eyjarfarar... takk fyrir símtölin. þið eruð æði og ég er sko með ykkur í anda (drakk alveg eins og ég væri í eyjum.. haha) blééés

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

það var geeeeeeeeeeðviekt i eyjum.. og það var líka enginn rigning eða vindur þer heldur 23 gráður og sól.. .. minnir mig

Lafan sagði...

thad var allavegana sol hja ther:) og thad er thad eina sem skiptir mali!